Trunt, trunt og tröllin - rafbók

Tröll Í ljósaskiptunum taka íslensku fjöllin á sig ýmsar myndir. Og þegar dimmir geta þau farið að líkjast risavöxnum tröllum. Á fyrri öldum þegar menn höfðu lítið ljós annað en dagsbirtu og tungl fóru þessar kynjamyndir á kreik í rökkrinu. Trúin á tröll er ævaforn og lýsa sög- urnar því hvernig tröllin reyndu að seiða menn til sín eða brugðu sér í mannslíki og réðu sig í vinnu á bæjunum. Stundum voru tröllin líka menn í álögum eins og í ævintýrinu um karlsdæturnar þrjár. Gilitrutt er ein þekktasta tröllasagan okkar. Þar lendir bóndakona í hremm- ingum sem leiða til þess að hún venur sig af leti og iðjuleysi. Búkolla er ævintýrið um kúna göldróttu sem leikur á skessurnar og kemst heim heilu og höldnu ásamt karlssyni. Lestina rekur sagan um nátttröllið, forn þjóðsaga þar sem stúlkan kveðst á við tröllið á glugganum en passar sig að líta aldrei við.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=