Trunt, trunt og tröllin - rafbók

68 Kímni- og ýkjusögur Hrúturinn Þá kemur hrútur þar: – Me-e me-e me-e. Af hverju ertu að gráta, sauð- ur minn? – Spurðu ána að því. – Af hverju ertu að gráta ærin mín? – Spurðu lambið að því. – Af hverju ertu að gráta, lambið mitt? – Spurðu Fóu að því. – Af hverju ertu að gráta, Fóa mín? – Ég er að gráta af því að hún Fóa feykirófa rak mig út úr mínum heita og feita helli í sinn kalda og klakafulla. – Ég skal reka hana út, sagði hrúturinn. Svo stökk hann upp á vegginn, upp á þekjuna og kallaði niður um strompinn: – Hver er þar? – Það er hún Fóa feykirófa. – Hvað ertu að gera? – Ég er að prjóna sokka á börnin mín og silki- húfu handa sjálfri mér. – Farðu út, segir hrúturinn. – Ég skal koma með þvöguna mína, þvöguna mína, ef þú þegir ekki. Þá stökk hrúturinn niður af veggnum og hratt upp hurðinni. Þá var Fóa feykirófa að hræra í graut- arpotti. Hann tekur undir fæturna á henni og setur hana á hausinn ofan í pottinn og þar lét hún líf sitt. Svo fór hann til ærinnar, sauðsins, lambsins og Fóu og sagði þeim hvernig komið var og þau komu öll. Svo var Fóu feykirófu hent í ána og settur pottur á hlóðirnar á nýjan leik og slegið upp veislu. Og í þeirri veislu giftist sauðurinn ánni og þau tóku lambið sér fyrir fósturbarn en hrúturinn giftist Fóu. Og allir sátu svo glaðir að veislunni. Svo er það búið. Heimildarkona: Sigríður Guðmundsdóttir Að lestri loknum 1. Hvað þýðir að setja pott á hlóðir? Útskýrðu. 2. Hvað var Fóa feykirófa að gera þegar hrúturinn kom inn? 3. Segðu frá því hvernig sagan endar. 15–25 orð. 4. Hvaða einkenni þjóðsagna eða ævintýra hefur sagan af Fóu feykirófu? Skoðaðu það sem sagt er um þetta fremst í bókinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=