Trunt, trunt og tröllin - rafbók
5 Til nemandans Þjóðsögur og ævintýri eru frásagnir sem hafa lifað í munnmælum mann fram af manni. Það þýðir að ekki er vitað um uppruna þeirra, höfunda eða hver sagði þær fyrstur. Sögurnar eru misgamlar, sumar þeirra hafa varðveist öldum saman og við vitum að sögurnar eru ekki alltaf byggðar á sönnum eða raunverulegum atburðum. Sumar þjóðsögur eru þó þannig að það mætti hugsa sér að þær væru sannar. Þær segja okkur líka ýmislegt um það hvernig fólk hugsaði fyrr á öldum, hverju það trúði og hvað það aðhafðist. Fáar þjóðir eiga jafn stórt safn af þjóðsögum og Íslendingar. Í þessari bók er að finna fjölbreytt safn af sögum. Hér eru tröllasögur, útilegumannasögur, sögur af álfum og huldufólki, sögur af körlum í koti sínu, kóngum í höllum sínum, karlssonum og prinsessum, helgisögur, galdrasögur, ýkjusögur, sögur af sæbúum og draugasögur. Sumar sögurnar eru heldur óhuggnanlegar og voru kannski notaðar til að hræða eða skelfa börn. Aðrar eru fyndnar. Margar hafa í sér einhvern boðskap, eitthvað sem við getum lært af. Með því að lesa þjóðsögur og ævintýri kynnist þú bókmenntagrein sem á sér hefð meðal flestra þjóða. Þú eflir orðaforða þinn og málvitund og svo hafa sögurnar auðvitað líka skemmtigildi. Þjóð sögur hafa ákveðin einkenni sem stundum er kall- aður þjóðsagnastíll. Um þjóðsögur • Sögurnar eru yfirleitt frekar stuttar. • Sagt er frá í réttri tímaröð. • Málfar er kjarnmikið. • Yfirleitt eru persónur í sögunum fáar. • Margar þjóðsögur innihalda vísur eða stef. • Draumar koma oft við sögu. • Andstæður eru áberandi í persónusköpun; ríkur/fátækur, vondur/góður, lítill/stór, vitur/heimskur. • Endurtekningar eru algengar. • Þrítala er mikið notuð. • Tölurnar þrír, fimm og sjö og margfeldi þeirra eru mjög mikið notaðar. • Stuðlar koma oft fyrir: G amall sem á g rönum má sjá, á tján barna faðir í á lfheimum • Galdrar, álög Trunt, trunt og tröllin Íslenskar þjóðsögur og ævintýri
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=