Trunt, trunt og tröllin - rafbók
67 – Ég er að prjóna sokka á börnin mín og silki- húfu handa sjálfri mér. – Farðu út, segir ærin. – Ég skal koma með þvöguna mína, þvöguna mína, ef þú þegir ekki. Þá varð ærin hrædd og stökk niður af veggnum og fór suður undir vegg og fór að gráta. Sauðurinn Þá kemur sauður þar: – Me-e me-e me-e. Af hverju ertu að gráta, ærin mín? – Spurðu lambið að því. – Af hverju ertu að gráta, lambið mitt? – Spurðu Fóu að því. – Af hverju ertu að gráta, Fóa mín? – Ég er að gráta af því að hún Fóa feykirófa rak mig út úr mínum heita og feita helli í sinn kalda og klaka- fulla. – Ég skal reka hana út, segir sauðurinn. Svo fer hann upp á vegginn og upp á þekjuna og gætir niður um strompinn og kallar: – Hver er þar? – Það er hún Fóa feykirófa. – Hvað ertu að gera? – Ég er að prjóna sokka á börnin mín og silki- húfu handa sjálfri mér. – Farðu út. – Ég skal koma með þvöguna mína, þvöguna mína, ef þú þegir ekki. Þá varð sauðurinn hræddur, stökk niður af veggnum, fór suður undir vegg og fór að gráta. Fóa feykirófa rak mig út úr mínum heita og feita helli. þvaga : e.k. vöndull úr hrosshári, halahári eða melrótum, notuð til að þvo með gætir : gáir, horfir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=