Trunt, trunt og tröllin - rafbók
66 Kímni- og ýkjusögur 26. Sagan af Fóu feykirófu S ö g u g l u g g i E inu sinni voru tvær konur sín í hvorum helli, önnur hét Fóa en hin Fóa feykirófa. Morgun einn þegar Fóa var að elda graut þá kom Fóa feyki rófa inn í hellinn og rak hana burtu. Þá settist Fóa suður undir vegg og fór að gráta. Lambið Þá kemur lítið lamb og segir: – Me-e me-e me-e. Af hverju ertu að gráta, Fóa mín? – Ég er að gráta af því að hún Fóa feykirófa rak mig út úr mínum heita og feita helli og í sinn kalda og klakafulla. – Ég skal reka hana út, sagði lambið. Svo fer lambið upp á vegginn og upp á þekjuna og gætir niður um strompinn: – Hver er þar? – Það er hún Fóa feykirófa. – Hvað ertu að gera? – Ég er að prjóna sokka á börnin mín og silki- húfu handa sjálfri mér. – Farðu út, segir lambið. – Ég skal koma með þvöguna mína, þvöguna mína, ef þú þegir ekki. Þá varð lambið hrætt og hljóp niður af þakinu og settist suður undir vegg og fór að gráta. Ærin Þá kemur ær. Hún gengur að lambinu og segir: – Me-e me-e me-e. Af hverju ertu að gráta lamb- ið mitt? – Spurðu Fóu að því. – Af hverju ertu að gráta, Fóa mín? – Ég er að gráta af því að hún Fóa feykirófa rak mig út úr mínum heita og feita helli og í sinn kalda og kalafulla. – Ég skal reka hana út, sagði ærin. Svo fer ærin upp á vegginn, fer upp á þekjuna og gætir niður um strompinn. – Hver er þar? – Það er hún Fóa feykirófa. – Hvað ertu að gera?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=