Trunt, trunt og tröllin - rafbók

63 langbest að fara upp í rúm. Hann trúir öllu þessu og fer sem fljótast að hátta. Þegar nokkur tími er liðinn segist hún ætla að fara að leggja hann til. Hann spyr hvernig standi á því og biður hana blessaða að gera það ekki. Hún spyr hvernig hann láti, hann sem hafi dáið í morgun og það eigi að fara að smíða utan um hann. Svona liggur þá mannskepnan þangað til hann er kistulagður. Síðan ákveður hún greftrunardaginn og tekur til sex líkmenn og biður nú hin hjónin að fylgja manni sínum til grafarinnar. Kona dauða mannsins hafði látið gera glugga á aðra hliðina á kistunni þar sem hann gæti séð það er bæri við. Þegar á að fara að hefja líkið út kemur þar bóndinn nakti og hélt að allir mundu dást að smáunnu föt- unum sínum. En það varð nokkuð á annan veg því þó lík- mönnum væri annað í hug gat enginn stillt sig fyrir hlátri er sá hann og þegar sá sem í kistunni var kom auga á hann kallaði hann upp svo hátt sem hann gat og segir: – Nú skyldi ég hlæja, væri ég ekki dauður. Var nú hætt við greftrunina og manninum hleypt út úr kistunni. Komst það þá upp að konurn­ ar höfðu gabbað og ginnt menn sína þannig og voru báðar hýddar á þingi fyrir tiltækið. Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1. Þekkir þú sögu sem svipar til þessarar? Hvað er líkt með sögunum tveimur? 2. Hér á undan er að finna söguna Heimskar kerling- ar. Berðu saman þessar tvær sögur. 3. Hvernig slapp karlinn úr kistunni? Endursögn. Bóndinn hélt að allir mundu dást að fallegu fötunum sínum. híalín : afar þunnt og fíngert vefjarefni smágjör : fíngerður, smár voð : ofið efni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=