Trunt, trunt og tröllin - rafbók

62 Kímni- og ýkjusögur 24. Nú skyldi ég hlæja, væri ég ekki dauður S ö g u g l u g g i E inu sinni voru tvær konur að þrætast á um það hvor þeirra ætti heimskari mann. Loksins kom þeim saman um að þær skyldu nú reyna hvort þeir væru eins heimskir og þeir sýndust vera. Tók þá önnur konan það til bragðs þegar maður hennar kom frá vinnu sinni að hún tók kamba og rokk, sest niður og fer að kemba og spinna en þó sá hvorki bóndi né aðrir að hún hefði neina ull handa á milli. Þegar maðurinn sér þetta spyr hann konu sína hvort hún sé gengin frá vitinu að vera að arga kömb- unum og þeyta rokkinn án þess að hafa ull og biður hana að segja sér hvað þetta eigi að þýða. Hún segir að það sé varla von að hann sjái það sem hún sé að spinna því það sé híalín og eigi að vera í föt handa honum. Hann lætur það þá svo vera og er einlægt að furða sig á hvað kona sín sé vel að sér og hlakkar mjög til að fá þessi föt sem verði svo afbragðs smá- gjör og falleg. Þegar konan læst vera búin að spinna nóg í fötin fer hún og festir voðarefnið upp í vefstólinn og þyk- ist svo fara að vefa. Maðurinn er að smávitja um hana og dást að kunnáttu hennar. Hún hefur mikið gaman af þessu og flýtir sér að koma öllu þessu laglega í kring. Nú þykist hún taka voðina úr vef- stólnum og fer fyrst að þvo það og þæfa og seinast fer hún að sníða og sauma. Þegar hún er búin að öllu þessu biður hún mann sinn að koma og fara í fötin en segist ekki þora að láta hann fara einsamlan í og skuli hún hjálpa honum. Nú læst hún færa hann í þau og þó mann- tetrið væri reyndar nakinn hafði hann þá ímyndun að konan sín hefði búið sér til svona smágjör föt og var svo hjartans feginn yfir þessu að hann réð sér ekki fyrir gleði. Nú skyldi ég hlæja Nú er að segja frá hinni konunni að þegar maður hennar kemur heim spyr hún hann því hann sé á fótum. Manninum þykir þetta undarleg spurning og spyr hana hvers vegna hún tali svona. Hún telur honum trú um að hann sé sárveikur og honum sé

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=