Trunt, trunt og tröllin - rafbók
61 – En hvernig líður Pétri hinum öðrum? segir kerling. – Honum líður líka illa, segir bóndi. Röltir hann um götur og fær hvergi inni og er nú skólítill og klæðafár . – Þungt er það að spyrja, segir kerling. Tekur hún þá hesta tvo, rauðan og brúnan, og það sem hún átti eftir af peningum og biður bónda að færa Pétri öðrum. Leggur nú bóndi af stað með sendingarnar. Pétur þriðji Þegar hann er kominn á hæð nokkra skammt frá bænum kemur Pétur hinn þriðji heim. Sér hann manninn á hæðinni og þykist þekkja hesta sína hina vænu. Spyr hann nú kerlingu sína en hún segir allt hið sanna. Þykir nú Pétri hafa sópast um í kotinu og verður æfur við í fyrstu og vill fara eftir manninum og ná eigum sínum en kerling biður hann að gera ei slíkt og kveður hann sjálfan munu gott af hljóta þá er hann komi til himnaríkis. Segir hún og allt nú um seinan því að maðurinn muni til himins kom- inn. Karl lætur þá teljast og þykja honum ei ólíkleg orð kerlingar, einkum af því að hann sá manninn síðast bera við himin, og lætur nú svo vera. En það er frá bónda að segja að hann heldur heim með gróðann allan og þykist nú vel hafa fengið bætta flónsku sinnar kerlingar með flónsku hinna kerlinganna. Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1. Á hverju ruglaðist kerlingin þegar hún fór að selja dýrin? 2. Af hverju hélt kerling að hún væri orðin að erni? 3. Hvers vegna lagði karlinn af stað í ferðina? 4. Hvar fékk karlinn mest upp úr krafsinu? 5. Hvað einkennir konurnar í sögunni? 6. Er e-ð í þessari sögu sem minnir á aðra sögu í bókinni? Segðu frá. Gerðu samanburð. 7. Útskýrðu merkingu eftirfarandi setninga með þínum orðum: Þu ngt er það að spyrja. Ka rl lætur nú svo vera. Ka rl lætur þá teljast. ber ei til tíðinda : ekkert markvert gerist báglega : lélega, illa klæðafár : fatalítill, á lítið af fötum hafi sópast um : hafi orðið breytingar verður æfur við : verður ofsa reiður
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=