Trunt, trunt og tröllin - rafbók

60 Kímni- og ýkjusögur Heldur bóndi nú þaðan og ber ei til tíðinda á leið hans fyrr en hann kemur á bæ nokkurn. Þar sér hann kerlingu, hún hefur barefli í höndum og lemur því af kappi í höfuð manni sínum. Bóndi spyr því hún geri svo. Kerling segist vera að færa hann í skyrtu en það gangi illa. Hún komi ekki skyrtunni ofan fyrir höfuðið þó að hún slái á. Sér þá bóndi að ekkert op er á skyrtunni og spyr hann kerlingu hvort hún vildi nokkru launa ef hann kæmi karli í skyrtuna. Hún kveðst vilja miklu launa. Gerir bóndi þá op á skyrtuna og færir karlinn í og kemur þeim saman um að gefa bónda stórgjafir því að karlinn varð líka feginn lausninni. Kerlingin þrígifta Heldur bóndi nú áfram uns hann kemur á bæ nokkurn. Þar búa hjón gömul, er kerling heima en karl ei. Kerling spyr bónda hvaðan hann sé. Hann kveðst vera úr Hringaríki. – Ertu úr himnaríki? segir hún. – Já, segir hann þá og vill nú freista hve vitlaus kerling er. Kerling hafði áður verið gift tvisvar og hétu báðir menn hennar Pétur. Svo hét og sá er hún nú átti. Verður kerling nú glöð er hún heyrir að maður þessi er úr himnaríki og kveðst nú sér til gamans ætla að spyrja hann um Pétrana sína sælu. – Hvernig líður nú Pétri mínum fyrsta? segir kerling. – Honum líður báglega , segir bóndi, hann er klæðlaus eins og þú vissir og fær hvergi inn að skríða. – Bágt er það að heyra, segir kerling. Góður var hann við mig. Tekur hún þá bagga mikinn af fötum og peningapoka og biður bónda að færa Pétri hin- um fyrsta. Kerling fer upp á bæjarburst og ætlar að fljúga heim.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=