Trunt, trunt og tröllin - rafbók

59 23. Heimskar kerlingar S ö g u g l u g g i B óndi nokkur átti kerlingu grunnhyggna . Einhverju sinni sendi bóndi kerlingu sína af stað með hænu og kú og bað hana selja. Kvað hann kúna mega kosta sextán ríkisdali en hænuna sextán skildinga . Kerling leggur nú af stað og býður kúna fyrst fyrir sextán skildinga. Þykir það gjafverð og er hún strax keypt. Þá býður kerling hænuna fyrir sextán ríkisdali og þykir það óhæfa og vill enginn kaupa. Er þá ei sagt af ferðum kerlingar fyrr en hún tekur gistingu á bæ einum. Er henni vísað að sofa þar á fiðursæng. Flónska kerlingar Um morguninn er kerling vaknar er hún fiðruð mjög. Hyggur hún sig örn orðna, tekur hænu sína, fer upp á bæjarburst og ætlar að fljúga heim. Í þessum svifum ber þar að bónda hennar og spyr hann hverju þetta sæti og hvar kýrin sé. Kerling segir sig orðna að erni en kúna kveðst hún hafa selt og fær honum sextán skildinga. Bóndi verður æfur af flónsku kerlingar og kveðst ei munu linna fyrr en hann hafi fundið þrjár aðrar kerlingar jafnvit- lausar henni. Leggur hann nú af stað og er ei sagt af ferðum hans fyrr en hann kemur að kofa einum. Sér hann þar kerlingu, ber hún eitthvað í svuntu sinni inn í kofann og kemur jafnharðan út aftur. Bóndi spyr, hvað hún hafi fyrir stafni. – Myrkur er í kofa mínum, segir kerling, og er ég að bera inn birtuna og vinnst seint. – Hverju viltu launa, segir bóndi, ef ég kem birtu í kofa þinn? – Því vil ég launa öllu, sem ég get, segir kerling. Gerir hann þá glugga á kofann og kemur við það nóg birta en kerling gefur honum stórfé. grunnhyggna : heimska ríkisdalur : mynteining í ríkjum Dana­ konungs (m.a. Íslandi á sínum tíma) skildingur : 96 skildingar voru í ríkisdalnum flónska : heimska, kjánaskapur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=