Trunt, trunt og tröllin - rafbók

58 Kímni- og ýkjusögur – Þið eruð öll sömu kjánarnir. En nú fer ég í kaupstaðinn á morgun og bjarga því sem bjargað verður, sagði hún. Morguninn eftir greiddi hún sér og snurfusaði og hélt af stað í kaupstaðinn. Og í þetta sinn var hatturinn Dembir skilinn eftir heima. Þegar hún kom í búðina gekk kaupmaður til móts við hana og bauð hana velkomna. – Þú hefur víst ekki komið hér áður, ungfrú góð, sagði hann. – Ekki er það nú en foreldrar mínir og bróðir hafa verið hér, svaraði hún. – Má ekki bjóða þér að velja þér eitthvað úr búð- inni? spurði kaupmaður. – Jú, þakka þér fyrir. Má ég velja mér hvað sem ég vil? spurði Sigríður. – Já, hvað sem þú vilt, svaraði kaupmaður. – Þá ætla ég að velja alla búðina og kaupmann- inn líka, sagði Sigríður. – Það var vel valið, enda vill svo til að mig vantar einmitt konu, sagði kaupmaðurinn. Og þar sem mér sýnist þú bæði hagsýn og ráðagóð, held ég að ég slái til. Nú bað Sigríður kaupmanninn að láta sig hafa eitthvað matarkyns handa foreldrum sínum og bróður sem væru allslaus heima í kotinu og ekki stóð á því. Hann spennti hest fyrir kerru og fyllti kerruna af alls kyns mat. Sigríður settist upp í hana og ók með allan matinn heim á leið. Karlinn, kerlingin og strákurinn stóðu öll úti og góndu þegar Sigríður ók í hlað. Hún sagði þeim hvernig komið væri og nú var aldeilis slegið upp veislu í kotinu. Síðan giftist Sigríður kaupmanninum og flutti í kaupstaðinn til hans. Karl og kerling bjuggu áfram í kotinu með strák- inn og Sigríður sá um að þau hefðu nóg að bíta og brenna. Og sem fyrr var hatturinn Dembir í önd- vegi á heimilinu og æfinlega kom hann að jafngóð- um notum, hvort heldur var til skjóls eða skrauts. Heimildarkona: Arnþrúður Ingólfsdóttir Að lestri loknum 1. Segðu frá því hvernig fjölskyldan notaði hattinn Dembi. 2. Hvaða boð lét kaupmaðurinn út ganga þegar hann hafði sett upp verslun sína? 3. Endursegðu söguna í a.m.k. 200 orðum. Sigríður og kaupmaðurinn færa fólkinu mat.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=