Trunt, trunt og tröllin - rafbók

57 eitthvað sem þú getur notað? spurði kaupmaðurinn. – Nei, annaðhvort þennan hníf eða ekkert, sagði karlinn. Og við það sat, karlinn fékk hnífinn og skundaði með hann heim. Sigríður beið í dyrunum þegar hann kom í hlað. – Jæja, pabbi minn, ertu nú með eitthvað í soðið? spurði hún. – Nei, ég er sko með annað betra, sagði karlinn og dró upp hnífinn. – Mikill dómadags bjálfi geturðu verið að koma með þennan hnífgarm ryðgaðan og bitlausan þegar varla er til matarbiti í kotinu, sagði Sigríður gröm. En ekki þýddi að fárast yfir því, það var búið sem búið var og nú varð að ráði að kerlingin færi næst í kaupstað. Morguninn eftir lagði hún af stað með hattinn Dembi og hafði hann á maganum því vindurinn stóð í fangið. Er skemmst frá því að segja að hennar för varð á sömu leið og karlsins daginn áður nema að í staðinn fyrir hnífinn valdi hún gömul og lúin skæri sem höfðu fyrir misgáning legið inni í búð- inni. Kaupmaðurinn reyndi að fá hana til að velja eitthvað annað en engu tauti varð við kerlu komið og sigri hrósandi hélt hún heim með skærin. Nú var ákveðið að strákurinn færi daginn eftir. Sigríður áminnti hann um að velja nú mat og helst semmest af honum og strákur lofaði öllu fögru. Svo þrammaði hann af stað og hafði hattinn Dembi á rassinum því að nú stóð vindurinn í bakið. Og enn fór á sömu leið. Þegar strákur var búinn að leita um alla búðina fann hann loks eldgamalt brýni á afviknum stað. Brotið var það og skarðað en honum þótti það slíkur kjörgripur að hann bað kaupmanninn að leyfa sér að fá það. Hann þyrfti á því að halda til að brýna hníf og skæri sem foreldrar hans hefðu fengið þar í búðinni. Þegar strákur kom heim með brýnið varð Sig- ríður öskureið enda var nú síðasti matarbitinn í kotinu þrotinn. dómadags bjálfi : alger bjáni fárast : vandræðast, fjasa misgáningur : óvart taut : (hér) fortölur koma engu tauti við : geta ekki haft nein áhrif á kjörgripur : kostagripur, ágætisgripur Aldrei fóru þau svo í kaupstað að hatturinn væri ekki hafður með til skjóls eða skrauts.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=