Trunt, trunt og tröllin - rafbók
56 Kímni- og ýkjusögur 22. Sagan af hattinum Dembi S ö g u g l u g g i E inu sinni voru hjón á bæ. Þau áttu tvö upp- komin börn, son og dóttur. Karlinn, kerl- ingin og strákurinn voru hálfgerðir kjánar og ekki er nafns þeirra getið en dóttirin hét Sigríður og var hún mesta myndarstúlka og prýðilega greind. Mikil fátækt var í kotinu og matur oft af skornum skammti. Þó áttu hjónin einn dýrgrip sem mjög var í hávegum hafður. Það var gríðarstór hattur sem þau kölluðu hattinn Dembi. Og aldrei fóru þau svo í kaupstað að hatturinn væri ekki hafður með til skjóls eða skrauts. Einn góðan veðurdag þegar óvenju þröngt var í búi spurðist það út um sveitina að nýr kaupmaður hefði sett upp verslun í nærliggjandi kaupstað. Hefði hann látið það boð út ganga að þegar fólk kæmi í verslunina til sín í fyrsta skipti mætti það velja sér einhvern hlut til eignar. Að sjálfsögðu varð uppi fótur og fit í kotinu og karlinn ákvað að drífa sig í kaupstaðinn. – Og mundu nú að velja einhvern mat en ekki tóma vitleysu, pabbi minn, sagði Sigríður. Karlinn lofaði öllu fögru. Hann tók hattinn Dembi, setti á höfuð sér og dró hann niður fyrir augu því að það rigndi svo mikið. Síðan kjagaði hann af stað í kaupstaðinn. Þegar hann kom í verslunina bauð kaupmaður hann velkominn. – Þú hefur víst aldrei komið hér fyrr. Má ekki bjóða þér að velja þér einhvern hlut? sagði hann. – Jú, þakka þér fyrir. Þó veit ég ekki alveg hvað það ætti að vera, sagði karlinn. – Viltu ekki skoða þig um í rólegheitum, þá finn- urðu sjálfsagt eitthvað sem þér líst á, sagði kaup- maðurinn. Ekki stóð á karli sem hafði nú steingleymt að hann átti að biðja ummat. Hann gekk frá einni hill- unni til annarrar og skoðaði og þuklaði. Ekkert sá hann þó sem honum leist á fyrr en hann að endingu rakst á gamlan ryðgaðan hníf sem lá úti í horni. – Mikil lifandis ósköp er þetta góður hnífur, sagði hann. Svona hníf hefur mig alltaf langað til að eiga. – Æ, þetta er nú bara ónýtur kuti sem er ekki til sölu. Hann lá þarna óvart. Má ekki heldur bjóða þér
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=