Trunt, trunt og tröllin - rafbók
55 21. Hvað étur kötturinn? S ö g u g l u g g i E inu sinni voru þeir bræður enn á ferð og mættu manni sem hafði dýr í barmi sínum sem þeir höfðu aldrei séð. Þeir spurðu hvað dýr þetta héti og til hvers það væri haft. Maðurinn segir að það sé köttur og drepi hann mýs og eyði þeim úr húsum. Það þykir þeim bræðrum mikil gersemi og spyrja hvort kötturinn sé ekki falur . Maðurinn segir að svo megi þeir mikið bjóða að hann selji þeim hann og varð það úr að þeir keyptu köttinn fyrir geipiverð . Fara þeir svo heim með kisu og láta vel yfir sér. Þegar heim kom mundu þeir eftir því að þeim hafði láðst að spyrja um hvað kötturinn æti. Fara þeir svo þangað sem maðurinn átti heima er seldi þeim köttinn. Var þá komið kvöld og fór einn þeirra upp á glugga og kallaði: – Hvað étur kötturinn? Maðurinn svaraði í grandaleysi : – Bölvaður kötturinn étur allt. Með það fóru þeir bræður heim en fóru að hugsa um þetta betur. Þá sagði einn þeirra: – Bölvaður kötturinn étur allt og hann bróður minn líka. Og svo sagði hver þeirra um sig. Þótti þeim þá ráðlegast að eiga ekki kisu lengi yfir höfði sér, fengu mann til að stúta henni og græddu lítið á kattarkaupunum. Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1. Af hverju létu Bakkabræður drepa köttinn sem þeir höfðu nýkeypt fyrir hátt verð? 2. Hvers vegna keyptu þeir köttinn? 3. Útskýrðu með eigin orðum hvað eftirfarandi setningar þýða: Og svo sagði hver þeirra um sig. .. . að eiga ekki kisu lengi yfir höfði sér. falur : til sölu geipiverð : mjög hátt verð þeim hafði láðst : þeir höfðu gleymt, höfðu ekki gert það grandaleysi : sakleysi, að eiga sér einskis ills von stúta : drepa
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=