Trunt, trunt og tröllin - rafbók
53 20. Þegar Bakkabræður rugluðu saman fótunum S ö g u g l u g g i Þ eim Bakkabræðrum hafði verið sagt að það væri ósköp hollt fyrir þá að gera sér endur og sinnum heitar fótlaugar . En af því að jafnan var þröngt um eldivið hjá þeim tímdu þeir ekki að hita sér vatn til þess. Einu sinni vildi svo vel til að þeir hittu fyrir sér laug eða hver á ferð sinni. Nú hugsuðu þeir gott til glóðarinnar að þeir skyldu fá sér heitar fótlaugar fyrir ekki neitt, tóku af sér skó og sokka og sett- ust hver hjá öðrum í kringum hverinn og höfðu fæturna niðri í. Þegar þeir fóru að gæta að, þekkti enginn þeirra sína fætur frá hinna. Með þetta voru þeir lengi í stöku ráðaleysi. Þeir þorðu ekki að hreyfa sig, því að þeir vissu ekki, nema þeir kynnu að taka skakkt til og taka hver annars fætur og sátu þeir svo, þangað til bar að ferðamann. Þeir kölluðu til hans og báðu hann í öllum bænum að þekkja í sundur á þeim fæturna. Maðurinn gekk til þeirra og sló með stafnum sínum á lappirnar á þeim og kannaðist þá hver við sína. Þjóðsögur Jóns Árnasonar gera sér heitar fótlaugar : fara í fótabað endur og sinnum : öðru hverju, við og við var þröngt um : var lítið til af hittu fyrir sér laug : rákust á heita laug hugsuðu þeir gott til glóðar- innar : hlökkuðu til, ætluðu að gera sér mat úr Að lestri loknum 1. Hvað gerðist þegar Bakkabræður höfðu sett fætur sína í fótlaugina? 2. Hvaða ráð notaði maðurinn sem þeir báðu um hjálp? 3. Endursegðu þessa sögu með þínum orðum. 20–40 orð.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=