Trunt, trunt og tröllin - rafbók
52 Kímni- og ýkjusögur 19. Bakkabræður smíða sér hús S ö g u g l u g g i B akkabræður höfðu tekið eftir því að veður- lag var kaldara á vetrum en sumrum og eins hinu að því kaldara var í hverju húsi sem fleiri og stærri voru á því gluggarnir. Þeir þóttust vita að allt frost og birta væri af því komið að hús væru með gluggum. Þeir tóku sig því til og gerðu sér hús með nýju lagi að því leyti sem þeir höfðu engan glugga á því enda var þar kolniðamyrkur inni sem nærri má geta. Þeir sáu reyndar að þetta var dálítill galli á húsinu en bæði hugguðu þeir sig við það að hlýtt mundi vera í því að vetrinum og eins héldu þeir að bæta mætti úr því með góðum ráðum. Þeir bræður tóku sig því til einn góðan veðurdag þegar glaðast var sólskin um hásum- arið og fóru að bera út myrkrið úr húsinu í húfum sínu, sumir segja í trogum . Þeir hvolfdu úr þeim myrkrinu en báru aftur inn í þeim sólskin í húsið og hugðu nú gott til birtunnar eftirleiðis . En þegar þeir hættu um kvöldið og settust að í húsinu, sáu þeir ekki heldur en áður handa sinna skil . Þjóðsögur Jóns Árnasonar trog : ferhyrnt tréílát, víðara að ofan eftirleiðis : héðan í frá, síðar sjá ekki handa sinna skil : sjá ekki neitt, sjá ekki glóru Að lestri loknum 1. Hvers vegna höfðu Bakkabræður engan glugga á húsinu? 2. Hvað gerðu þeir til að draga úr myrkrinu? 3. Hvers vegna var enn þá dimmt í húsinu um kvöldið? 4. „Þeir tóku sig því til og gerðu sér hús með nýju lagi að því leyti sem þeir höfðu engan glugga á því enda var þar kolniðamyrkur inni sem nærri má geta.“ Endursegðu þessa málsgrein með þínum orðum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=