Trunt, trunt og tröllin - rafbók

Kímni- og ýkjusögur Í þessum flokki eru hreinar skemmtisögur. Hér er gert botnlaust grín að heimsku manna og stundum eru ýkjurnar allsráðandi. Þó er að finna nokkurn boðskap í sumum þessara sagna eins og oft er í þjóðsögum og ævintýrum. Reyndar eru Bakkabræður svo heimskir að þeim er varla við bjargandi. Þeir fá þó nokkra aðstoð frá hjálp- sömu fólki. Í sögunni um Dembi er það ráðagóð dóttir sem bjargar málum en svo koma sögur af heimskum körlum og kerlingum. Þar halda menn til skiptis að þeir séu dauðir eða geti flogið og aðrir ýmist græða á þeim eða er refsað fyrir. Sagan af Fóu feykirófu er svo gáskafullt ævintýri þar sem feykirófan leggur nöfnu sína í einelti ásamt hverju dýrinu á fætur öðru en fær að lokum makleg mála- gjöld. Hrein ýkjusaga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=