Trunt, trunt og tröllin - rafbók

49 17. Á Dökkumiðum S ö g u g l u g g i Dimmt er á Dökkumiðum, djúpur og úfinn sær; á hverju einasta kvöldi karl einn þangað rær. – Dimmt er á Dökkumiðum. Þegar hann fyrst þar fleygði fögrum öngli í sjó, gamlan og feitan golþorsk glaður inn hann dró, tautaði eitthvað við sjálfan sig, söng – og skellihló. Á hverju kvöldi síðan karlinn þangað fer og við þessar fiskiveiðar vel hann unir sér og alltaf kemur hann hlaðinn heim, hvernig sem veður er. golþorskur : mjög stór þorskur Að lestri loknum 1. Hver heldur þú að karlinn í kvæðinu sé? 2. Hvað er hann að veiða? 3. Búðu til sögu úr frásögn kvæðisins. Dimmt er á Dökkumiðum, djúpur og úfinn sær; og sumir segja að karlinn, sem að þangað rær, sé með horn og hala, hófa – og jafnvel klær. Og það er í gamalli þjóðsögn, að þegar einhver deyr, þá verði sálin að þorski til að þvo af sér gamlan leir . . . og síðan ekki söguna meir. – En dimmt er á Dökkumiðum. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=