Trunt, trunt og tröllin - rafbók
46 Galdrar 15. Púkablístran S ö g u g l u g g i S æmundur fróði átti pípu eina sem hafði þá náttúru að þegar í hana var blásið komu einn eða fleiri púkar til þess sem í hana blés og spurðu hvað þeir ættu að gera. Einu sinni hafði Sæmundur skilið pípuna eftir í rúmi sínu undir höfðalaginu þar sem hann var ætíð vanur að hafa hana á næturnar. Um kvöldið sagði hann þjónustustúlkunni að búa um sig eins og vant væri en tók henni vara fyrir því ef hún fyndi nokk- uð óvanalegt í rúminu þá mætti hún ekki snerta það heldur láta það vera kyrrt á sínum stað. Stúlkan fór nú að búa um og varð heldur en ekki forvitin þegar hún sá pípuna. Hún tók hana óðara skoðaði hana í krók og kring og seinast blés hún í hana. Kom þá undireins til hennar púki einn og spurði: – Hvað á ég að gera? Stúlkunni varð bilt við en lét þó ekki á því bera. Svo stóð á að um morguninn hafði verið slátrað tíu sauðum hjá Sæmundi og lágu allar gærurnar úti. Stúlkan segir þá púkanum að hann eigi að telja öll hárin á gærunum og ef hann verði fljótari að því en hún að búa um rúmið þá megi hann eiga sig. Púkinn fór og kepptist við að telja og stúlkan hraðaði sér að búa um. Þegar hún var búin átti púk- inn eftir að telja á einum skæklinum og varð hann þá af kaupinu. Sæmundur spurði síðan stúlkuna hvort hún hefði fundið nokkuð í rúminu. Hún sagði frá öllu eins og var og líkaði Sæmundi vel ráðkænska hennar. Þjóðsögur Jóns Árnasonar púki : smádjöfull tók henni vara : varaði hana við gæra : sauðskinn með ullinni á skækill : lítið skinn, einkum sem hefur um- lukið útlimi ráðkænn : ráðagóður, fundvís á úrræði
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=