Trunt, trunt og tröllin - rafbók
45 á eftir mér er? Kölski þreif þá til skuggans sem hann hélt mann vera en Sæmundur slapp út og skall hurðin á hæla honum. En upp frá þeirri stundu var Sæmundur jafnan skuggalaus því kölski sleppti aldrei skugga hans aftur. Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1. Hvers vegna voru bækurnar í Svartaskóla skrifaðar með eldrauðu letri? 2. Er eitthvað í þessari sögu sem minnir á aðra sögu hér í bókinni? Hvað er það og hvaða saga? 3. Hvaða orðtæki er í þessari sögu og hvað merkir það? 4. Endursegðu seinni söguna af því þegar Sæmundur slapp úr Svarta- skóla. 5. Hvað missti Sæmundur í Svartaskóla? í fyrndinni : fyrir ævalöngu fyrnd : löngu liðinn tími fullnuma : hefur lokið námi áskildi, áskilja : lýsa yfir rétti sínum kölski hélt skólann : stjórnaði, rak skólann, var skólameistari rið : þrep, stallur, göngubrú rymja, rumdi, rumið : marra, drynja Hélt kölski þá kápunni einni eftir.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=