Trunt, trunt og tröllin - rafbók

44 Galdrar 14. Svartiskóli S ö g u g l u g g i S á skóli var í fyrndinni til úti í heimi sem hét Svartiskóli. Þar lærðu menn galdur og ýmsan fornan fróðleik. Svo var til háttað í skóla þessum að hann var í jarðhúsi rammgerðu mjög, á því var enginn gluggi og var þar því alltaf niðamyrkur inni. Enginn var þar kennari og námu menn allt af bók- um sem voru skrifaðar með eldrauðu letri sem lesa mátti í myrkrinu. Aldrei máttu þeir sem þar lærðu koma undir bert loft eða sjá dagsljósið á meðan þeir voru þar. En það voru þrír eða sjö vetur sem þeir urðu að vera í skólanum til að verða fullnuma . Hönd ein grá og loðin kom á hverjum degi inn um vegginn og rétti skólapiltum mat. En það áskildi sá sér sem skólann hélt að hann skyldi eiga þann sem síðastur gekk út af þeim sem burtu fóru úr skólanum á ári hverju. En af því að allir vissu að kölski hélt skólann vildi hver sem gat forða sér frá því að ganga seinastur út úr honum. Einu sinni voru þrír Íslendingar í Svartaskóla: Sæmundur fróði, Kálfur Árnason og Hálfdán Eld- járnsson eða Einarsson sem seinna varð prestur að Felli í Sléttuhlíð. Þeir áttu allir að fara burtu í einu og bauðst þá Sæmundur til að ganga seinastur út. Urðu hinir því fegnir. Sæmundur varpaði þá yfir sig kápu stórri og hafði ermarnar lausar og engan hnapp hnepptan. En rið var upp að ganga úr skóla- húsinu. Þegar nú Sæmundur kemur á riðið, þrífur kölski í kápu hans og segir: – Þig á ég. Varpaði þá Sæmundur af sér kápunni og hljóp út. Hélt kölski kápunni einni eftir. En járn- hurðin rumdi á hjörunum og skall svo fast aftur á hæla Sæmundi, að hælbeinin særðust. Þá sagði hann: – Skall þar hurð nærri hælum, og er það síðan orðið að máltæki. Þannig komst Sæmundur fróði burt úr Svartaskóla með félögum sínum. Aðrir segja að þegar Sæmundur fróði gekk upp riðið og kom út í dyrnar á Svartaskóla þá skein sólin móti honum og bar skugga hans á vegginn. Þegar kölski ætlaði að taka Sæmund, þá sagði hann: – Ég er ekki seinastur. Sérðu ekki þann, sem

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=