Trunt, trunt og tröllin - rafbók

42 Galdrar Undir daginn leggja nú allir spjöldin á borðið og loppan sama kemur og tekur þau öll nema spjald vinnumanns, það lá eftir á borðinu. Nú stendur konan upp og gengur út. Vinnumaður fer á eftir henni. Þegar hún kemur út setur hún nú upp vett- linga sína eins og fyrr og segir: – Upp og fram en hvergi niður. – Upp og fram en hvergi niður, segir vinnumað- ur. Í krafti þessara orða hefjast þau á loft og líða yfir sjó og land þangað til þau koma heim á hlaðið. Þar tekur hún af sér vettlinga sína, skilur þá eftir þar í bæjardyrum og gengur svo inn. Um daginn segir vinnumaður bónda frá þessu öllu saman og segir hann skuli bera sig að sofna nú bera sig : reyna láta sín ekki við geta : hafa hljótt um sig, láta ekki á sér bera örla sér : hreyfa sig hafi að þýða : eigi að þýða sneypt : skömmustuleg háttalag : venjur, hegðun, hátterni láta af : hætta ekki í kvöld en muna sig um það að láta sín ekki við geta . Um kvöldið leggur bóndi sig til svefns eins og hann var vanur og lætur sem hann sofni. Þegar konan heldur að þeir séu nú sofnaðir þá fer hún að örla sér . Þá læst bóndi vakna og spyr hvað þetta hafi að þýða , hvað hún ætli. Konan verður nú eins og hálf sneypt og svarar engu. Bóndi segir að það sé ekki sem hún haldi að hann viti ekki um ferðalag hennar, jú, hann viti það vel og megi hún leggja slíkt háttalag niður, ann- ars skuli hún fá að mæta töluverðu misjöfnu. Eftir þetta lét konan af þessu og hagaði sér almennilega. Þjóðsögur Jóns Árnasonar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=