Trunt, trunt og tröllin - rafbók
40 Galdrar vöktu þar húsbóndann og báðu hann að selja sér nú skaflajárn undir hestahræin sín sem allir séu kvikugengnir en eigi þó nokkuð langa leið að fara. Húsbóndinn fær þeim strax járnin og svo voru þeir nú ekki lengi að reka þau undir hestatötrin. Svo dóluðu þeir nú þaðan þarna og þangað sem kunn- ingi vinnumanns sem fyrr er getið átti heima. Vinnumaður segir honum nú frá öllu eins og farið hafði og spyr hvort nokkuð muni verða haft á því hvað þeir hefðu nú illa farið með dætur herra- mannsins. Nei, það segir hinn ekki verði af því að þær hefðu áður breytt svo skammarlega við þá en þeir verði að segja frá öllu eins og sé. Vinnumaður segir að þeir hefðu nú ekki ætlað að þegja yfir hátta- lagi þeirra. Svo riðu þeir nú heim og fóru inn með klárana og lögðu þá upp í sængur þeirra, tóku svo fram af þeim og gengu út með beislin. Kvitturinn Um morguninn var kominn upp ljótur kvittur : Að systurnar væru allar skaflajárnaðar en vissu þó ekki hvernig á því stæði. Herramaður kallar á vinnu- menn sína og spyr þá hvort þeir viti ekkert til þess hvernig dætur sínar séu illa komnar. Jú, þeir segjast vera valdir að því og segja honum nú allt eins og var fyrir hverja sök þeir hefðu farið svona með þær. Herramaður verður hissa af þessum sögnum en heldur þar hjá að þeir skrökvi þessum óhróðri á dætur hans. Svo gengur hann nú til þeirra systra og segir þeim hvað vinnumenn hafi sagt sér um þær og spyr hvort þeir hafi satt að mæla en þær segja það allt saman bannaða lygi. En af því herramanni sýndist þeim bregða þá gekk hann harðlega á þær þangað til þær máttu gangast við breytni sinni við vinnumennina. Svo varð faðir þeirra þeim reiður að hann rak þær allar burtu frá sér og taldi þeim þetta maklega pynting fyrir lifnaðinn. En vinnumenn- irnir unnu slen laust verk sín eftir þetta. Þjóðsögur Jóns Árnasonar skaflajárn : skeifa með broddum (skeifan er negld undir hófa hestsins) kvikugengnir : gengnir upp í kviku, hófur eyddur, skinnlaust hold undir dóluðu, dóla : ríða hægt, slæpast kvittur : orðrómur, sögusögn óhróður : illmæli, rógur háttalag : hegðun Að lestri loknum 1. Af hverju voru vinnumennirnir svo máttvana og niðurdregnir? 2. Hvernig komust þeir að hinu sanna? 3. Hvernig brugðust þeir við? 4. Hvað ætli vinnumaðurinn hafi hugsað þegar hann áttaði sig á því sem var að gerast? 10–20 orð. 5. Hvað gerði bóndinn þegar hann frétti af þessu? 6. Finnst þér hægt að réttlæta viðbrögð föðurins eða hefði hann getað brugðist við á annan hátt?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=