Trunt, trunt og tröllin - rafbók

38 Galdrar 12. Átta herramannsdætur S ö g u g l u g g i Þ að var einu sinni herramaður sem átti átta dætur. Hann hafði líka átta vinnumenn. Þeir voru oft að tala um það sín á milli hvað þeim fynd- ist þeir vera máttvana og niðurdregnir daglega. Einn þeirra átti sér góðan kunningja þar á næsta bæ, skammt frá slotinu . Hann kemur einu sinni til þessa kunningja síns og leiðir nú þetta meðal ann- ars í tal við hann og segist ekki vita hvernig því sé varið hvað sér finnist hann þróttlaus til þess að gera nokkuð þó hann verði að þvinga sig til vinnu dag- lega. Og svona séu þeir allir samþjónar sínir að þeir geti varla hrært sig fyrir einhverju sleni . – Ja, það veit ég ekki heldur, segir hinn, hvernig það kemur til nema ef það væri lögð gandreið við ykkur sofandi svo þið fengjuð ekki að hafa næði á nóttunni. – Gandreið? segir vinnumaður, hvernig er hún? – Það skal ég segja þér, segir hinn, það er skinn- beisli flegið af dauðum manni og hver hlutur sem það er haft mátulegt á og maður leggur það við verður að hesti, hvort það er hrosshaus, leggir eða eitthvað annað þá má ríða því með beislinu hvert sem maður vill. Sama er sé það lagt við sofandi mann, þá má ríða honum svo hann viti ekki af, því hann getur ekki vaknað meðan beislið er á honum. Að sönnu má ríða vakandi manni með því líka en hann getur smeygt fram af sér þegar hann vill. Þetta þótti vinnumanni minnileg saga. Kunn- ingi hans segir að hann skuli ekki geta um þetta við neinn mann en hann skuli nú einhverja nóttina bera sig að hafa á sér andvara og sofna ekki. Vinnu- maður hugsar nú eftir þessu sem kunningi hans sagði og hefur nú á sér andvara strax næstu nótt eftir. Vinnumennirnir sváfu allir í sama herbergi. Krókur á móti bragði Nú þegar þeir eru allir nýsofnaðir um kvöldið þá sér hann hvar systurnar koma inn til þeirra með sitt skinnbeislið hver og ganga hljóðlega sín að hverju rúmi og fara nú að beisla vinnumenn föður síns og ein kemur nú til hans og leggur við hann beislið. Hann lést vera sofandi eins og hinir og lofaði henni að beisla sig. Nú stigu þær allar á bak og þeysa nú stundar- korn þangað til þær koma að einum herramanns-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=