Trunt, trunt og tröllin - rafbók
Galdrar Galdrar eru ekki stór hluti af lífi okkar nú á tímum. Einu galdra- mennirnir sem við hittum eru með pípuhatt og koma í heimsókn, til dæmis í fermingarveislur. En þetta var öðruvísi hér fyrr á öldum. Þá var galdratrú útbreidd með þjóðinni. Sérstaklega var þetta al- gengt á 17. öld sem nefnd hefur verið galdraöld. Þá gerðist ýmis- legt ljótt sem tengdist raunverulegum eða ímynduðum göldrum. Sögurnar hér á eftir voru sagðar í baðstofum Íslands öld eftir öld en ekki skráðar frekar en aðrar þjóðsögur fyrr en á 19. öld. Hér eru sögur af gandreiðum, galdraskóla og Sæmundi fróða sem var talinn rammgöldróttur og í sérstöku sambandi við kölska og púka hans. Þá kemur kvæði um undarlegan karl sem rær einn til fiskjar og fyllir alltaf bát sinn hvernig sem viðrar. En aflinn er kannski nokkuð óvenjulegur. Og loks er saga af presti nokkrum sem leikur illilega á kölska.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=