Trunt, trunt og tröllin - rafbók

36 Draugar – Nú vænti ég að þér þyki mál komið að ég fylgi þér heim til þín. En hvernig hefur þér þótt að dvelja hjá mér? Hinn sagði sem var að honum þótti þar gott að koma og allt fara fram hið besta. Þá mælti jarðbú- inn: – Nú skal ég fylgja þér heim aftur en svo þú getir sannað að þetta er fyrir þig hefur borið sé meira en draumur þá skalt þú hafa þetta með þér til jarð- teikna því varla mun aðra eins síðu að fá í þinni sveit. Tók hann þá sauðarsíðu af borðinu og fékk honum og var hún miklu þykkri og feitari en þær er hann hafði áður séð og stakk hann henni í kápu sína. Því næst kvaddi hinn ungi maður samsætis­ félaga sína og fór svo leiðar sinnar og hélt í hönd félaga sínum. Liðu þeir svo gegnum myrkrin þar til þeir komu upp á jörðina á sama stað og þeir fóru fyrr niður. Fóru þeir svo leiðar sinnar þar til þeir komu til rekkjunnar brúðhjónanna. Kvaddi þá hinn aðkomni brúðguma með vinsemd og hvarf síðan en hinn þóttist hátta í öðru sinni hjá konu sinni og vaknaði ekki fyrr en ummorguninn í faðmi hennar. Sagði hann þá frá hvað fyrir hann hafði borið um nóttina og sýndi sauðarsíðuna og fór hún víða til sýnis og sást hvergi önnur slík, svo var hún feit og þykk. Þótti þessi atburður allur saman vera hinn merkilegasti. Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1. Hvað dreymdi brúðgumann aðfararnótt brúkaups- dagsins? 2. Hvaða ráð gaf presturinn brúðgumanum? 3. Hvers vegna var manninum boðið til veislu? 4. „Hvernig kann ég sem er lifandi að geta fylgt þér til þinna heimkynna í ríki þeirra dauðu nema svo aðeins að ég yfirgefi allt sem ég hefi hlotið í lífinu og einnig lífið sjálft og hvernig geturðu ætlast til að mér sé það geðfellt á þessari stundu sem er vor­ dagur yndisins og árstíð ástarinnar? Og bið ég þig þess vegna fyrirgefa mér þó ég hafni þessu boði þínu.“ Endursegðu þessa ræðu. Styttu og einfald- aðu. 5. Lýstu með þínum eigin orðum ferðalaginu til heim- kynna draugsins. 20–30 orð. 6. Hvað gaf draugurinn brúðgumanum að skilnaði? 7. Hvernig mynd er dregin upp af heimkynnum draugsins? Lýstu þeim og því sem þar gerðist með þínum orðum. jarðteikn (hér): sönnun sauðarsíða : rifjahluti sauðkindar ásamt kjötinu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=