Trunt, trunt og tröllin - rafbók

35 Brúðkaupsnóttin Leið svo kvöldið til þess fólk fór í rekkjur . Þá hátt- aði brúðguminn hjá brúðinni og sofnaði sætan eins og þeim mun kunnugt vera er þvílíkt hafa hlotið og reynt en um nóttina dreymir hann að fyrrnefndi stórvaxni gesturinn kom til hans með glöðum svip og þakkaði honum alúðlega veitingarnar og mælti: – Illa hefði nú farið fyrir þér, hefðir þú ekki notið að þér vitrari manna. En fyrst þér heppnaðist svo vel að enda orð þín þá vil ég nú sýna þér það vináttu- bragð aftur á móti að bjóða þér að koma til minna heimkynna og þiggja veitingar hjá mér nú í nótt. En er hinn ungi maður hugsaði hver munur á því væri að hvíla í faðmi hinnar ungu konu í brúðar­ sænginni og hinu að hverfa til bústaða þeirra dauðu í dimmu grafarinnar þar sem er svo kalt og hart þá fór um hann kuldahryllingur. Andvarpaði hann þá og mælti: – Hvernig kann ég sem er lifandi að geta fylgt þér til þinna heimkynna í ríki þeirra dauðu nema svo aðeins að ég yfirgefi allt sem ég hefi hlotið í líf- inu og einnig lífið sjálft og hvernig geturðu ætlast til að mér sé það geðfellt á þessari stundu sem er vordagur yndisins og árstíð ástarinnar? Og bið ég þig þess vegna fyrirgefa mér þó ég hafni þessu boði þínu. Þá mælti hinn aðkomni: – Ekki er annar kostur en þú farir með mér og þiggir boð mitt og skal ég ábyrgjast að þig skal í engu saka og skal ég fylgja þér heim aftur til konu þinnar með heilu og höldnu áður en ljómar af degi. Sá þá hinn að hann hlaut að fara. Því næst þykist hann klæða sig með flýti og fylgja hinum ókunna manni þangað sem gröfin var tekin um árið og stóri leggurinn kom upp úr. Tók þá förunautur hans í hönd honum og hvarf með hann þar ofan í jörðina. Liðu þeir svo gegnum þau myrku fylgsni jarðarinnar þar til þeir komu að húsi einu fögru. Þar leiddi sá stóri maður gest sinn inn. Í fylgsnum jarðar Húsið var fagurt innan og ljómaði af mörgum ljós- um. Þar voru fyrir ellefu menn og fögnuðu þeim vel. Var þar vín og vistir á borð borið og var það hin ágætasta fæða og besta vín. Settust þeir síðan allir til borðs og borðuðu og drukku sem þá lysti. Voru þeir allir glaðir og viðmótsgóðir við gest sinn og þótti honum samkvæmið hið skemmtilegasta. En er þeir höfðu lengi nætur setið og glatt sig við vín og vistir, skemmtilegar ræður og frásagnir mælti fyrir- maðurinn við gest sinn: hnugginn : dapur, sorgmæddur veisluprýði : það sem bætir veisluna vígð mold : blessuð af presti í það mund : um það leyti (mund: tími) yfirbragð : svipur, útlit geigvænlegir : hræðilegir, ógnandi rekkjur (rekkja): rúm enda orð þín : standa við, efna orð þín viðmótsgóðir : komu vel fram við hann

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=