Trunt, trunt og tröllin - rafbók

33 11. Brúðkaupsgesturinn S ö g u g l u g g i Á einum kirkjustað á Íslandi bar það til að lík sálaðs manns skyldi jarðað í kirkjugarði sem vanalegt er. En þar sem gröfin var tekin kom upp úr með moldinni lærleggur úr manni mikið stór. Einn af þeim sem viðstaddir voru, ungur maður og kátur, tók lærlegginn og var að bera hann við sig hve hátt hann tæki sér og var að gjöra sér gaman að leggnum hvað stór hann var og spauga um að gaman væri að sjá þann mann sem hefði haft svona stór bein og mælti: – Þessa og þvílíka pilta væri gaman að hafa í veislu og ef ég gæti skyldi ég bjóða slíkum í brúð- kaupsveisluna mína. Þá var hann spurður af þeim er hjá stóðu hvort hann mundi þó ekki verða hræddur ef maðurinn kæmi í veisluna hans en hann kvaðst hvergi mundi hræðast því aðra eins gesti mundi bæði fróðlegt og skemmtilegt að hafa í boði sínu – og skyldi ég víst segja þann mann velkominn. Síðan liðu nú ár og dagar og nýir tímar komu þar til þessi fyrrnefndi ungi maður ætlaði að giftast og tíðin leið að brúðkaupsdeginum. En aðfaranótt þess dags dreymdi brúðgumann að til sín kæmi maður mikill vexti, skrautbúinn, tignarlegur í andliti og al- varlegur á svip. Hann mælti heldur styggur : – Nú ætla ég að koma til þín á morgun og vitja þess er þú bauðst mér þegar þú varst að gjöra þér gaman að beininu úr mér. Þú manst líklega hvað það var og er þér nú ráð að enda vel orð þín ella mun þér ekki vel duga. Líka læt ég félaga mína fylgja mér. Að svo mæltu hvarf hann en hinn vaknaði og þótti draumurinn ekki góður og iðraðist nú heldur hve fjölorður hann hefði verið forðum í að bjóða þeim er beinið átti. styggur : önugur, skapvondur, fælinn fjölorður : margorður

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=