Trunt, trunt og tröllin - rafbók
32 Draugar Að lestri loknum 1. Hvernig stóð á því að beinagrindin lá undir kirkju- bekk? 2. Af hverju vildi beinagrindin komast í kórinn? 3. Hvað varð um beinagrindina þegar hún hafði sæst við biskupsfrúna? 4. Hvað sögðu beinagrindin og biskupsfrúin hvor um sig við stúlkuna í draumi? 5. Hvað gerði Vigfús til að sjá til þess að skólapiltar borguðu stúlkunni fyrir að sækja beinagrindina? 6. Hvaða boðskapur ætli sé í þessari sögu? 7. Hvaða lýsingarorð ætli lýsi stúlkunni best? 8. Taktu saman aðalatriði sögunnar. 9. Hvaða einkenni þjóðsagna hefur þessi saga? Skoðaðu það sem sagt er um þjóðsöguna fremst í bókinni. efni orð sín: standi við orð sín harðnar þá ræðan : eykst deilan, rifrildið gerðu gys : hæddust að makleg málagjöld : verðskulduð refsing átölur : ávítur, umvöndun brigðmælgi : svik hundrað, jarðarhundrað : jarðeign sem jafngilti 120 aurum silfurs, síðar 120 álnum vaðmáls, einu kúgildi eða 240 málfiskum; málfiskur er fiskur sem nær 18 þumlunga stærð Aðra nótt dreymir hana að biskupsfrúin komi til sín og segi: – Þá á ég nú eftir að borga þér dálítið. Norðan undir kirkjugarðinum er kringlótt þúfa. Í henni er fólginn dálítill fjársjóður. Hann skaltu eiga en mundu mig samt um að sleppa ekki skólapiltunum svo að þeir borgi þér ekki það sem þeir lofuðu. Um morguninn fer stúlkan og leitar uppi þessa þúfu og finnur hana og í henni talsverða peninga sem hún líka tekur og varðveitir. Þennan dag fer hún enn til pilta og heimtar að þeir efni orð sín en þeir svara öllu því sama. Tekur þá Vigfús undir með henni og segir það skömm þeirra að svíkja svo loforð sitt en þeir svara honum illu einu. Harðnar þá ræðan svo að þar kemur að Vigfús hótar þeim að segja biskupi og skólameistara frá þessu og muni þeir skipa þeim að efna orð sín við stúlkuna en þeir gerðu gys að þessu. Makleg málagjöld Fór þá Vigfús og sagði biskupi og skólameistara frá öllu eins og til hafði gengið að fráteknu um pen- ingafundinn því stúlkan hafði sagt honum frá öllu hið sanna. Fóru þeir þá biskup og skólameistari til pilta og gjörðu þeim átölur fyrir brigðmælgin og skipuðu þeim að borga það lofaða, hvað þeir þá nauðugir viljugir máttu gjöra. Skömmu seinna hafði stúlka þessi gifst fátækum manni en að nokkrum tíma liðnum keyptu þau tuttugu hundraða jörð fyrir peninga hennar. Þjóðsögur Jóns Árnasonar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=