Trunt, trunt og tröllin - rafbók

31 að hvíslast inn í kórnum en heyrir samt ekki orða- skil þar til þessu að lítilli stundu liðinni hættir og hún sér hvar beinagrindin kemur sjálf fram og segir við hana: – Nú er þetta búið. Erum við nú sáttar og á ég þér það að þakka. Og í sama bili hrynur hún öll í sundur og verður að fölskva . Nú fer stúlkan inn og lætur ekki á þessu bera en heimtar nú launin af piltum. En þá bregðast þeir illa við og segja þetta ekki það þrekvirki er launa sé vert og með svo búið fer hún að hátta. Draumarnir Um nóttina dreymir hana að beinagrindin komi til sín og segi að dálítið hafi hún átt eftir að tala við hana. Það sé að vísa henni á dálítinn peningasjóð sem hún eigi að eiga í þokkabót fyrir greiðann við sig, hann sé undir þúfunni sunnan undir kirkju- garðshorninu. Um morguninn fer hún og grefur til þúfunnar svo að engir vita. Finnur hún þar kistil með nokkru af peningum sem hún tekur. Þennan dag nefnir hún enn við pilta um það er þeir hefðu heitið sér en það fór á sömu leið að þeir neita. Beinagrindin varð að ösku. embætti : messa, guðsþjónusta krókbekkur : hornbekkur, ysti bekkur í kirkju loddi, loða : tolla, vera fastur við, (hér): hanga saman hysja : lyfta, kippa upp kór : innsti hluti kirkju, næst altari fölskvi : aska þokkabót : uppbót, þóknun

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=