Trunt, trunt og tröllin - rafbók

30 Draugar 10. Vinnukonan og biskupsfrú í Skálholti S ö g u g l u g g i Þ að bar við að vetrarlagi að merkur bóndi í Skálholtssókn gaf upp öndina og var færður til kirkju en það var siður þá að grafa heldri menn inn- an kirkju. Var því bónda þessum tekin gröf í fram- kirkjunni og jarðsunginn fyrir embætti á sunnu- dag. En svo hafði viljað til að beinagrind af manni er leit út að væri af kvenmanni hafði komið upp úr gröfinni og var lögð undir krókbekk því hún loddi öll saman hafði gleymst þarna þegar mokað var í gröfina. Lá hún þar um embættið og það eftir var dags. Um kvöldið fara skólapiltar að tala um þetta og er þeim sagt að beinin hafi gleymst uppi. Líður nú kvöldið fram að þeim tíma að piltar fara að hátta. Koma þá þjónustustúlkur að taka þá úr fötum. Fara þá piltar að gaspra við þær hvort engin þeirra þori að fara ein út í kirkju og sækja beinagrindina sem gleymst hafi í dag og koma með til þeirra og bera svo út aftur. Sögðust þeir skyldu skjóta saman fé og gefa þeirri er þetta gjörði. Í þessu voru nú allir saman nema piltur nokkur er Vigfús hét. Nú gefur ein sig fram og segist vel treysta sér til þessa ef þeir standi bara við loforð sitt sem þeir hétu þá. Beinagrindin Fer hún nú af stað og út í gegnum undirgöng er lágu til kirkjunnar og þegar hún kemur þar þrífur hún beinagrindina og kastar á bak sér og heldur svo sömu leið inn. En þegar hún er komin í miðjan ganginn þar sem hann er hvað þrengstur heyrir hún að grindin segir á baki sínu: – Æ! Þú meiðir mig! En hún lætur sér ekki bilt við verða, heldur segir: – Hysjaðu þig þá betur upp á bakið á mér! Heldur hún svo áfram og inn til pilta sem biðja hana sem fljótast að fara til baka aftur sem hún líka gjörir. Þegar hún ætlar að leggja beinagrindina á sama stað aftur segir hún við stúlkuna: – Vel hefur þú nú gjört en betur gjörðir þú ef þú bærir mig inn undir hornbekkinn í kórnum og létir mig liggja þar dálitla stund því þar hvílir biskups- frúin undir og vorum við ósáttar þegar ég dó. Hef ég því ekki getað rotnað alveg í gröfinni. Nú vil ég reyna að sættast við hana. Gjörir stúlkan þetta og víkur sér svo fram fyrir. Að lítilli stundu heyrir hún eins og tveir menn séu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=