Trunt, trunt og tröllin - rafbók

27 Um kvöldið þegar dimma tók kemur djákninn og vill inn í bæinn en galdramaðurinn hneppir hann suður fyrir skálastafn og setur hann þar niður með særingum mikum. Veltir hann síðan steininum ofan á og þar á djákninn að hvíla enn í dag. Eftir þetta tók af allan reimleik á Myrká og Guðrún að hressast. Litlu seinna fór hún heim til sín að Bægisá og er sögn manna að hún hafi síðan aldrei orðið söm og áður. Þjóðsögur Jóns Árnasonar eiga orðræðu saman : tala saman skarir, et. skör : brún, rönd, kantur; hér: ísrendur voru svo mikil brögð að því : bar svo mikið á því, kom svo oft fyrir Saltari : sálmabók (með nótum) skálastafn : húsgafl; skáli : lítið hús, skemma, kofi; stafn : framhlið á húsi, gafl hneppir, hneppa (hér): hrekja reimleikur : draugagangur Að lestri loknum 1. Finndu Eyjafjörð á landakortinu. 2. Finndu nútímalega merkingu orðsins djákni í orða- bókinni. 3. Lýstu veðrinu dagana áður en djákninn reið að Bægisá. Hvernig breyttist það þann dag? 4. Hvers vegna hafði Guðrún ekki frétt af því að djákninn væri dáinn? 5. Hvað varð Guðrúnu til bjargar? 6. Af herju gat fólkið ekki sofið um nóttina? 7. Af hverju segir djákninn Garún en ekki Guðrún? 8. Hvernig lauk þessu máli? Lýstu því með þínum orðum. Garún Hratt er riðið heim um hjarn, torfbærinn í tunglsljósinu klúkir . Draugalegur, dökkklæddur myrkradjákni á hesti sínum húkir. Tunglið hægt um himin líður dauður maður hesti ríður, Garún, Garún. Úr samnefndu kvæði eftir Magnús Eiríksson klúka : húka

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=