Trunt, trunt og tröllin - rafbók

26 Draugar standa fyrir dyrum og mann hjá er hún ætlaði að væri djákninn. Ekki er þess getið að þau hafi átt orðræðu saman . Hann tók Guðrúnu og setti á bak og settist síðan sjálfur á bak fyrir framan hana. Riðu þau þá svo um hríð að þau töluðust ekki við. Nú komu þau til Hörgár og voru að henni skarir háar en þegar hesturinn steyptist fram af skörinni lyftist upp hattur djáknans að aftanverðu og sá Guðrún þá í höfuðkúpuna bera. Í þeirri svipan rak skýin frá tunglinu. Þá mælti hann: Máninn líður, dauðinn ríður; sérðu ekki hvítan blett í hnakka mínum, Garún, Garún? En henni varð bilt við og þagði. En aðrir segja að Guðrún hafi lyft upp hatti hans að aftan og séð í hvíta kúpuna, hafi hún þá átt að segja: – Sé ég það sem er. Ekki er sagt af samræðum þeirra fleirum né ferðum fyrr en þau koma heim að Myrká og fóru þau þar af baki fyrir framan sálu- hliðið. Segir hann þá við Guðrúnu: Bíddu hérna, Garún, Garún, meðan ég flyt hann Faxa, Faxa, upp fyrir garða, garða. Guðrún hringir klukkunni Að því mæltu fór hann með hestinn. En henni varð litið inn í kirkjugarðinn. Sá hún þar opna gröf og varð mjög hrædd en tekur þó það til bragðs að hún grípur í klukkustrenginn. Í því er gripið aftan í hana og varð henni þá það að happi að hún hafði ekki fengið tíma til að fara nema í aðra hempuerm- ina því svo var sterklega til þrifið að hempan gekk sundur um axlarsauminn á þeirri erminni er hún var komin í. En það sá hún síðast til ferða djáknans að hann steyptist með hempuslitrið er hann hélt á ofan í gröfina opnu og sópaðist moldin frá báðum hliðum ofan yfir hann. En það er frá Guðrúnu að segja að hún hringdi í sífellu, allt til þess að bæjarmenn á Myrká komu út og sóttu hana, því af öllu þessu var hún orðin svo hrædd að hún þorði hvergi að fara né heldur hætta að hringja. Hún þóttist vita að hún hefði átt þar við djáknann afturgenginn þó henni hefði ekki áður komið nein fregn um lát hans. Enda gekk hún úr skugga um að svo hefði verið er hún náði tali af Myrkármönnum er sögðu henni upp alla sögu um lát djáknans og hún aftur þeim af ferðum sín- um. Þessa sömu nótt, þegar háttað var og búið að slökkva ljósið, kom djákninn og ásótti Guðrúnu og voru svo mikil brögð að því að fólkið varð að fara á fætur og varð engum svefnsamt þá nótt. Í hálfan mánuð eftir þetta mátti hún aldrei ein vera og varð að vaka yfir henni hverja nótt. Sumir segja að prest- urinn hafi orðið að sitja á rúmstokknum hjá henni og lesa í Saltaranum . Nú var fenginn galdramaður vestur í Skaga- firði. Þegar hann kom lét hann grafa upp stein einn mikinn fyrir ofan tún og velta heim að skálastafni .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=