Trunt, trunt og tröllin - rafbók
25 Frá því að djákninn fór frá Bægisá og til þess á að- fangadaginn hafði engin fregn farið milli Myrkár og Bægisár um þessa atburði sökum leysinga og vatnagangs. En á aðfangadaginn var veður stilltara og hafði runnið úr ánni um nóttina svo að Guð- rún hugði gott til jólagleðinnar á Myrká. Þegar leið á daginn, fór hún að búa sig og þegar hún var vel á veg komin með það heyrði hún að það var barið. Fór þá önnur kona til dyra sem hjá henni var en sá engan úti enda var hvorki bjart úti né myrkt því tungl óð í skýjum og dró ýmist frá eða fyrir. Þegar stúlka þessi kom inn aftur og kvaðst ekki hafa séð neitt, sagði Guðrún: – Til mín mun leikurinn gjörður og skal ég að vísu út ganga. Var hún þá albúin nema að hún átti eftir að fara í hempuna. Tók hún þá til hempunnar og fór í aðra ermina en fleygði hinni erminni fram yfir öxlina og hélt svo í hana. Þegar hún kom út sá hún Faxa Í því er gripið aftan í hana ... djákni : maður með næstu kirkju- lega vígslu lægri en prestur (í katólskum sið) vera í þingum við : vera í tygjum við, í sambandi við gráföxóttan : með grátt fax leysing : vatnavextir í hláku skipast : breytast áin mundi liggja : ísinn mundi halda örendur : látinn fregn : frétt
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=