Trunt, trunt og tröllin - rafbók

23 Síðan fór hún út aftur en þegar hún kom utar á mitt kirkjugólf kallaði rauðklæddi maðurinn á eftir henni og sagði: – Sjáðu í mitt glóðarauga. Hún lyfti þá upp pilsi sínu að aftan upp á bak og sagði: – Sjáðu í minn svartan rass. Og svo fór hún út og inn í bæ og lét ekki á neinu bera og sá enginn að henni hefði brugðið. Nokkru seinna var jarðaður maður á þessum kirkju- stað og þá sagði vinnukonan að reyna skyldi að grafa beinagrindina. Presturinn vildi það ekki og hélt það væri til lítils. Hún sagði það væri litlu til kostað og varð það úr að beinagrindin var jörðuð og kom hún aldrei síðan upp aftur. Eftir þetta sagði vinnukonan frá sög- unni og þótti hún mikils verð. Litlu síðar giftist vinnu- konan efnilegum yngismanni og varð mesta lukku- og sómakona. Þjóðsögur Jóns Árnasonar Er hún kom með beinagrind- ina út í kirkju sat rauðklæddur maður við altarishornið. Að lestri loknum 1. Endursegðu það sem beinagrindin sagði við konuna. 2. Hverju hótaði konan rauðklædda manninum? 3. Hvað heldur þú að hefði gerst ef konan hefði snúið sér við og horft í glóðarauga rauðklædda mannsins? 4. Hvers vegna var konan látin sækja beinagrindina út í kirkju? 5. Af hverju ætli beinagrindin hafi ekki fengið að vera í friði? 6. Hvernig persóna er konan? Geturðu lýst henni í stuttu máli? Grallarinn : sálmasöngbók auðnukona : hamingjukona kór : innsti hluti kirkju, næst altari árar, et. ári: púki

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=