Trunt, trunt og tröllin - rafbók
22 Draugar 7. Beinagrindin og rauðklæddi maðurinn S ö g u g l u g g i Þ að bar til á einum kirkjustað að þar fannst einu sinni beinagrind ofanjarðar, liggjandi í kirkju garðinum. Þegar jarðað var næst eftir lét prestur leggja hana í gröfina en ekki leið langt áður en hún kom upp aftur. Prestur lét þó reyna nokkrum sinn- um að jarða hana og kom hún alltaf upp aftur. Þá var hætt að reyna það og var hún lögð undir bekk í kirkjunni og lá þar lengi síðan. Það var einu sinni á gamlárskvöld að prestur ætl- aði að fara að lesa. Þá mundi hann að Grallarinn hans var úti í kirkju síðan hann messaði næst áður. Þá segir prestur: – Er nú nokkur svo ómyrkfælinn að geta sótt fyrir mig Grallarann út í kirkju? Vinnukona hans gegndi til og sagði það væri hægt að gera. Hún fór og sótti Grallarann og bar ekkert til tíðinda. Þá segir prestur: – Ekki ertu myrkfælin en þá skal ég fyrst hrósa því hvað huguð þú ert ef þú getur sótt beinagrind- ina út í kirkju. Hún sagði það væri ekki meira en mannsverk og fór og sótti beinagrindina og bar hana inn til prestsins. Hann sagði þá: – Huguð ertu en farðu nú með hana út aftur. Hún fer en þegar hún kemur í bæjardyrnar þá heyrir hún að beinagrindin fer að tala og segir: – Þegar þú kemur út í kirkjuna mun hún verða full af fólki og við altarishornið mun sitja rauð- klæddur maður með rauða húfu á höfði og ef þú getur komið mér í sátt við hann muntu verða mesta auðnukona . Hún hélt síðan áfram út í kirkju og var það eins og henni var sagt að kirkjan var full af fólki. Henni brá ekki við það og gekk inn að kór stafnum, hvessti augun á rauðklædda manninn og sagði við hann al- varlega: – Láttu beinagrindina þá arna vera í friði héðan af í jörðinni. – Nei, segir hann, það get ég ekki fengið af mér. – Ef þú gerir það ekki, segir hún, þá skulu allir árar að þér sækja og láta þig hvergi hafa frið né ró. Þá dofnaði í honum hljóðið og hann sagði: – Fyrst svo mikið er við lagt þá mun það verða svo að vera að ég láti beinagrindina í friði héðan í frá. Þá fór hún með beinagrindina þangað sem hún hafði verið og lagði hana þar. Þeir sem þar voru fyrir gáfu henni rúm.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=