Trunt, trunt og tröllin - rafbók

Draugar Það er ekki skrýtið að fólk hafi verið hrætt við drauga í gamla daga. Það bjó í illa upplýstum húsum, úti voru engin götuljós, ekkert rafmagn og oft var tunglið eina lýsingin sem menn höfðu á ferðum sínum. Enda töldu þeir sig stundum mæta ýmsu misjöfnu. Af þessu eru margar sög- ur. Hér er fyrst hálf skopleg saga af ungri vinnukonu sem lætur mana sig til að bera beinagrind inn og út úr kirkju. Djákninn á Myrká er ein frægasta draugasaga íslensk og segir frá einhvers konar ást sem nær út yfir gröf og dauða. Móðir mín í kví kví er um hinn sorglega barnaút- burð en síðan kemur önnur saga af ungri stúlku sem er að burðast með beinagrind. Eftir að hafa hjálpað henni hlýtur stúlkan bæði hamingju og auð að launum eins og algengt er um þá sem gera öðrum gott í þjóð- sögunum. Í lokin er svo saga ummann sem talar ógætilega yfir manna- beinum í kirkjugarði. Hann þarf að gjalda fyrir orð sín.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=