Trunt, trunt og tröllin - rafbók

20 Álfar og huldufólk 6. Margt er þeim að meini – S ö g u g l u g g i Fyrir löngu löngu bjó ljúflingsmey í steini, hjúfraði og hörpu sló, svo hljómurinn barst út að sjó, til eyrna ungum sveini; eitthvert töfraafl hann dró, yfir skriður, holt og mó, að Ljúflingasteini . En þá varð hörpuhljómurinn að heitu sáru kveini: – Opna steininn ei ég má; aldrei fær þú mig að sjá en hug minn áttu og hjartans þrá, heillavinurinn eini. Margt er þeim að meini, sem búa í steini. Sveinninn hlýddi hljóður á og hugsaði margt í leyni. Í steininum heyrði hann hjarta slá og utan um hann örmum brá, kyssti hann og kreisti hold frá beini. Margt er þeim að meini, sem eiga það sem þeir elska mest, inni í steini. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Að lestri loknum 1. Hvernig skilur þú viðlagið, Margt er þeim að meini ? 2. Endursegðu söguna sem sögð er í kvæðinu og reyndu að færa hana í þjóðsögubúning. ljúflingur : huldumaður, álfur hold : kjöt

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=