Trunt, trunt og tröllin - rafbók

19 og litlu stúlkurnar voru svo undur góðar við hann. Nú víkur sögunni heim á bæinn. Ærnar komu heim einar um kvöldið en Sigþór ekki. Þá var farið að leita en hann fannst hvergi sem von var. En um nóttina dreymir Guðrúnu bóndadóttur að til henn- ar kemur lítill maður í hvítum klæðum og segir: – Vertu ekki hrædd um hann Sigþór litla, hann kemur bráðum aftur. Síðan fær hann henni gull- hring og tekur hún við honum og dregur á fingur sér. Þegar hún vaknaði um morguninn mundi hún drauminn og sér þá hringinn á hendi sér. Hana furðar þetta og tekur hún af sér hringinn og sér að innan í hann er grafið nafnið Sigþór, fullum stöfum í völvurúnum . Hún geymir hringinn eins og helgan dóm og lætur engan vita um hann en segir heimilis- fólkinu drauminn að öðru leyti. Verður mönnum þá hughægara og er ekki leitað að drengnum eftir þetta. Sigþór kemur heim En að mánuði liðnum kemur Sigþór heim og er þá heilfættur og gengur sem aðrir menn. Þótti öllum þetta hið furðulegasta kraftaverk og sagði drengur- inn með hverjum hætti það hefði orðið. Eftir það er hann þar hjá þeim hjónum til fullorðinsára. Óx fótur sá sem dvergurinn hafði gefið honum jafnt og hinn og sást eigi annað á honum en ör um hné. Var Sigþór hinn gervilegasti maður. Jafnan fór vel á með þeim Guðrúnu bóndadóttur og þar kom að Sigþór bað hennar. Var það auðsótt mál við hana og vildi faðir hennar eigi á móti mæla vilja hennar. Þá sýndi hún öllum hringinn sem dvergurinn hafði gefið henni nóttina eftir að Sigþór hvarf er hann var læknaður. Þótti þá sem dvergurinn mundi svo hafa til ætlast að Sigþór einn nyti hennar. Eftir þetta giftast þau og lifðu bæði til elli í farsælu hjónabandi. Lýkur svo sögu þessari. Þjóðsagnasafnið Gríma Að lestri loknum 1. Hvers vegna vísaði Guðrún biðlunum frá? 2. Hvað ætli hafi verið efst í huga Sigþórs þegar hann lá í urðinni með sundurtættan fót? Skrifaðu 20–30 orð í 1. persónu. 3. Af hverju stríddu jafnaldrarnir Sigþóri? 4. Hvernig beygirðu nafnorðið ær (kind)? 5. Kynntu þér fráfærur, hjásetu, kvíaær og kvíaból. Skráðu niðurstöður þínar í stuttu máli. 6. Segðu frá því þegar Sigþór sá dverginn í fyrsta sinn. 7. Hvernig átti hann að komast inn í steininn? 8. Hvernig kom dvergurinn skilaboðum heim á bæinn? 9. Hver skyldi vera ástæðan fyrir góðvild dvergsins? 10. Hversu lengi var Sigþór hjá dvergunum? Hvað fékk hann út úr dvölinni? gullsproti : gullstafur vitrun : opinberun, vitneskja fengin á yfirskilvitlegan hátt völvurúnir : seiðkonustafir gervilegur : hraustlegur, myndarlegur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=