Trunt, trunt og tröllin - rafbók

18 Álfar og huldufólk að búa í þessum steini fyrst hann hét Dvergasteinn. Þarna sat nú Sigþór litli og var að hugsa um dvergana hvort þeir mundu vera til eða hvort þeir gætu búið í þessum steini. Og af því að hann var svo lúinn þá sofnaði hann undir steininum. Dreymir hann þá að lítill maður í hvítum klæðum kemur til hans og heldur á gullsprota í annarri hendinni. Hann heilsar Sigþóri og er vingjarnlegur í máli við hann og segir: – Langar þig til þess að vita, hvort nokkrir búa í Dvergasteini? Sigþór játar því. Þá réttir litli maður- inn að honum gullsprotann og segir að hann skuli slá með honum þrjú högg á steininn móti sólu. Muni þá einhver koma út ef nokkur búi í stein- inum. Drengurinn þykist taka við sprotanum og í því vaknar hann. Finnur hann þá ljómandi hag- lega gerðan gullsprota við hlið sér og man allan drauminn. Hann undrast vitrun þessa og langar til að reyna sprotann en er þó hálfsmeykur. Loks ber hann þrjú högg á steininn með sprotanum, þeim megin sem vissi á móti sól. Opnast steinninn þá samstundis og Sigþór sér koma út úr honum sama litla manninn í hvítu klæðunum sem hann hafði séð í draumnum. Hann verður þá ákaflega hræddur og fær engu orði upp komið. – Ég er dvergurinn í Dvergasteini. Hvað viltu mér? segir dvergurinn. En þegar hann sá hve drengurinn var hræddur tók hann í hönd hans og spurði vingjarnlega hvort hann vildi ekki koma inn í steininn sinn, hann skyldi þá gefa honum nýjan fót við stúfinn svo að enginn gæti séð mun á fótum hans. Þegar dreng- urinn heyrði þetta fékk hann aftur kjarkinn og lét dverginn leiða sig inn í steininn. Hann hafði svo oft heyrt getið um það að dvergarnir væru góðir læknar og vildi allt til vinna að fá fótinn sinn aftur. Í Dvergasteini Þegar Sigþór kemur inn í steininn sér hann þar lítil en snotur húsakynni og sitja þar tvær litlar stúlkur en þó önnur miklu minni og hafði hann aldrei séð svo lítið barn. Dvergurinn sagði honum að þær væru konan sín og dóttir þeirra og að hann yrði nú að vera þar hjá þeim um tíma ef hann ætti að fá fótinn sinn aftur. Sigþór játar því fúslega en segir að sér þyki fyrir því að fólkið muni verða hrætt um sig ef hann komi ekki heim um kvöldið. Dvergurinn segir honum þá að hann skuli friða fólkið og biður hann að vera áhyggjulausan. Er Sigþór nú þarna í steininum um daginn og leika stúlkurnar við hann en dvergurinn fer eitthvað burtu og sér Sigþór hann ekki um daginn. Um kvöldið þegar Sigþór ætlar að fara að sofa í rúminu sem litlu stúlkurnar höfðu búið upp handa honum kemur dvergurinn inn með gullbikar og gefur honum að drekka úr honum. Sofnar hann þá undir eins og vaknar ekki fyrr en um miðjan dag daginn eftir. Finnur hann þá einhvern mun á veika fætinum en getur ekki hreyft hann. Dvergurinn sit- ur þar hjá honum á rúminu og biður hann vera ekki of bráðlátan því að nú verði hann að liggja í rúminu langan tíma. Lætur Sigþór sér það vel líka því að hann var þá hættur að vera hræddur við dvergana

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=