Trunt, trunt og tröllin - rafbók

16 Álfar og huldufólk 5. Dvergurinn og smaladrengurinn einfætti S ö g u g l u g g i E inu sinni voru hjón á bæ. Þau voru vel við efni . Tvö börn áttu þau, son og dóttur. Dóttir þeirra hét Guðrún og var þá sextán ára er saga þessi hefst. Hún var fríð kona og öllum góðum kostum búin sem mey máttu prýða. Urðu margir til þess að biðja hennar en hún vísaði öllum á bug og kvaðst eigi mundu svo ung manni heitast. Skammt frá bæ þeirra hjóna bjuggu fátæk hjón sem áttu fjölda barna. Elsti son þeirra hét Sigþór. Hann var tólf ára og þá svo fríður og efnilegur að hann átti engan sinn líka í þeirri sveit. En fyrir fá- tæktar sakir urðu foreldrar hans að láta hann fara burtu til þess að hafa ofan af fyrir sér. Bauðst faðir Guðrúnar þá til að taka hann fyrir smala. Var það að undirlagi dóttur hans. Tekur nú Sigþór við fjár- geymslu hjá bónda um sumarið og ferst honum það vel. En það bar við á einu kvöldi að ærnar komu ein- ar heim á stöðul en Sigþór eigi sem vant var. Er þá farið að leita hans og finnst hann loks daginn eftir í gili einu djúpu. Lá hann þar í stórgrýtisurð, fót- brotinn á öðrum fæti og mátti sig hvergi hræra . Var hann svo borinn heim. En af því að brotið var mikið og svo langt um liðið bólgnaði fóturinn upp og var hann af tekinn um kné. Lá drengurinn rúmfastur það sem eftir var sumars og fram á vetur. Þá komst hann úr rúminu fyrir góða aðhjúkrun bóndadóttur og greri sárið að mestu. En eftir það varð hann að hoppa á öðrum fæti og styðjast við hækjur. Var hann þá kallaður einfætti smaladrengurinn og hentu margir jafn- aldrar hans gaman að honum þegar hann varð að hrökklast á einum fæti með hækjur sínar. Hafði hann hina mestu raun af þessu líkams lýti sínu og grét oft í einrúmi yfir því, þótt hann skildi eigi til fullnustu hvað það hefði að þýða fyrir framtíð hans. Guðrún bóndadóttir var honum best allra á heimilinu og svo bróðir hennar sem þó var nokkru eldri. Um sumarið eftir átti Sigþór litli að reyna að vera hjá ánum á daginn en sonur bónda fylgdi honum með þær í hagann á hverjum morgni. Oft veittist honum erfitt að hemja ærnar en hann mögl- aði aldrei, hversu þreyttur sem hann var, svo að allir héldu að honum væri hjásetan leikur einn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=