Trunt, trunt og tröllin - rafbók

15 Þá heyrði húsfreyja sagt á glugga fjóssins: Ló, ló, mín Lappa, sára ber þú tappa, það veldur því, að konurnar kunna þér ekki að klappa. Þá fór konan að klappa kúnni og nefna hana nafni sínu sem hún heyrði að hún var nefnd í vísunni af álfkonunni á fjósglugganum. Gat hún þá mjólkað hana þar eð hún stóð þá kyrr og mjólkaði mikið. Ei er þess getið að hjónin hafi sakað en fjósamaðurinn varð lánlítill. Margar kýr höfðu komið af þessari kú og var svo að orði kveðið að þær væru af Löppukyni. Þjóðsögur Jóns Árnasonar flór : gólf í fjósi eða hesthúsi, renna aftan við bása bás : hólf fyrir nautgripi í fjósi svæsinn : ákafur, ofsafenginn að stíma við : fást við, takast á við hverju þetta gegni : hverju það sæti, hvað valdi því Að lestri loknum 1. Í sögunni segir að fjósamaðurinn hafi farið út eftir vöku. Kynntu þér hvaða vöku er verið að tala um. 2. Hvernig fallbeygist nafnorðið kýr í eintölu? 3. Hvað þurfti konan að gera til þess að geta mjólkað kúna? 4. Hvað hét kýrin og hvaðan kom hún? 5. Lýstu fjósamanninum. Hvernig persóna var hann? Af hverju varð hann lánlítill? 6. Hver er aðalpersónan í þessari sögu? Stúlkan fór út í fjós að mjólka.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=