Trunt, trunt og tröllin - rafbók
14 Álfar og huldufólk Þ að var á bæ einum fyrir vestan að fjósamaður- inn fór um veturinn eftir vöku, eins og hann var vanur, í fjós að gefa kúm ábæti, áður en stúlkan fór út sem mjólkaði. Þegar hann kom í fjósið, stóðu fjórar kýr á flórnum . Hann hélt að þetta væru kýrn- ar er áttu að vera í fjósinu og mundu þær hafa slitið sig allar. Maður þessi var skapstyggur í lund og gæt- ir nú einskis þar eð hann reiddist. Hann tekur nú með harðneskju í eyrað á einni og vill koma henni á bás en hún var treg og í bráðæði bítur hann í hrygg- inn á henni svo fast að blóð sprakk út. En í þessum svifum kom stúlkan sem átti að mjólka í fjósið með ljós og spyr hvað á gangi því að hún heyrði svæsin orð til mannsins og umgang í fjósinu. Þegar ljósið skein í fjósinu sá fjósamaður að kýrnar voru í básunum en engar fleiri í fjósinu en áttu að vera nema sú er hann var að stíma við og sem hann hafði í reiði bitið í, henni var ofaukið. En hinar þrjár voru á burtu farnar. Stúlkan spyr hverju þetta gegni . Hann kvaðst ei vita það og sagði henni frá hvernig hefði staðið á þegar hann kom í fjósið. Hefði hann haldið að það væru sínar kýr á flórnum og væru allar orðnar lausar. Það hefði þá komið í sig gremja við þær og hefði hann því gripið þessa, er hann nú héldi í, og ætlað að koma henni á bás en ei getað það. En í básana kvaðst hann ei hafa gáð. – Þetta gjörðir þú illa, sagði stúlkan, og er ég hrædd um að þú hafir illt af þessu. Fer hún síðan inn og segir húsbóndanum frá en húsbændum þeirra þótti þetta hafa mjög illa til tekist. Fer húsbóndinn nú í fjósið og ávítar fjósamann. Hann vildi láta kúna fara út úr fjósinu en kom henni þaðan ekki. Var hún síðan látin í bás sem auður var. Þessi kýr var með fullu júgri og stóru. Sagði hann stúlkunni að mjólka hana en hún gat litlu náð úr henni. Síðan reyndi konan og fór það á sömu leið þar eð kýrin ólmaðist. Gekk þetta tvo daga að litlu varð náð úr henni. En um kvöldið á hinum öðrum degi, er kýrin hafði þar verið, var konan sjálf í fjósi eftir að inn var farið og hafði ei ljós. Þegar hún hafði verið þar litla stund heyrði hún að farið var um dyrnar og inn í fjósið og upp í básinn til kýrinnar og svo þaðan og út en konan fór inn. Og þá mjólka átti fór húsfreyja í fjós að mjólka. En er hún fór að mjólka þessa að- komnu kú, lét hún eins og hún hafði áður látið. 4. Ló, ló, mín Lappa S ö g u g l u g g i
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=