Trunt, trunt og tröllin - rafbók

13 Þ að var á einum bæ, að börn voru úti hjá hól nokkrum að leika sér. Var það eitt stúlkubarn ungt og tvö piltbörn eldri. Þau sáu holu í hólnum. Þá rétti stúlkan sem yngst var af þeim hönd inn í holuna og sagði að gamni sínu, eins og barna er háttur til: – Legg í lófa karls, karls; karl skal ekki sjá. Var þá lagður stór svuntuhnappur gylltur í lófa barnsins. Þegar hin börnin sáu þetta, öfunduðu þau stúlkuna. Þá rétti elsta barnið inn hönd sína og sagði hið sama sem hið yngsta og ímyndaði sér að það mundi hljóta eigi minna hnoss en hitt hafði hlotið. En það lánaðist eigi því þetta barn fékk ekk- ert nema visnaða hönd sína þá það tók hana út úr holunni og varð svo meðan það lifði. Þjóðsögur Jóns Árnasonar piltbarn: sveinbarn, strákur hnoss : d ýrgripur visnaða : uppþornaða, skrælnaða Að lestri loknum 1. Hvers vegna skyldi strákurinn ekki fá sama hnoss og stelpan? 2. Kannast þú við svipaða leiki meðal jafnaldra þinna? 3. Legg í lófa karls, karls S ö g u g l u g g i Þetta barn fékk bara visnaða hönd sína er það tók hana út úr holunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=