Trunt, trunt og tröllin - rafbók

12 Álfar og huldufólk Nú er ég svo gamall Þegar konan er heim komin setur hún höldupott lítinn á mitt eldhúsgólf. Síðan tekur hún sköft mörg, bindur hvert við enda annars, svo að efri endinn tók allt upp í eldhússtrompinn en við hinn neðri batt hún þvöruna og lét hana standa í pottinum. Þegar hún hafði veitt þennan umbúnað í eldhúsinu sótti hún sveininn og lét hann þar einan eftir verða. Gekk hún þá úr eldhúsinu og stóð á hleri þar sem hún sá gegnum dyragættina inn í eldhúsið. Þegar hún var fyrir litlu burtu gengin sér hún að barnið fer að vappa í kringum pottinn og virða hann fyrir sér með þvörunni í og segir síðan: – Nú er ég svo gamall sem á grönum má sjá, átján barna faðir í álfheimum, og hef ég þó aldrei séð svo langan gaur í svo lítilli grýtu . Fer þá konan aftur inn í eldhúsið með vænan vönd, tekur umskiptinginn og afhýðir hann lengi og óvægilega. Æpir hann þá ógurlega. Þegar konan hefur strýkt sveininn um hríð sér hún að ókunnug kona kemur inn í eldhúsið með sveinbarn á handlegg sér, fagurt og frítt. Lét hún vel að því og segir við konuna: – Ójafnt höfumst við að. Ég dilla barni þínu en þú berð bónda minn. Að svo mæltu setur hún af sér sveininn, son húsfreyju, og verður hann þar eftir en hefur karl sinn burtu með sér og hurfu þau þegar. En sveinninn óx upp hjá móður sinni og varð efnis­ maður. Þjóðsögur Jóns Árnasonar þvara : stöng með blaði á til að hræra í potti með stóð á hleri : hlustaði í leyni grön, ft. granir : skeggstæði og skegg í kringum munninn grýta : lítill pottur afhýða : flengja rækilega dilla : vagga, láta blítt að Að lestri loknum 1. Hvað var fólkið að gera á engjunum? 2. Hvað bendir til þess að ekki hafi verið rennandi heitt vatn á bænum? 3. Geturðu lýst þeim ráðum sem grannkonan gaf í stuttu máli? 4. Skýrðu frá því sem konan gerði til að gabba um- skiptinginn. 5. Hvers vegna ætli álfkonan hafi viljað skipta á manni sínum og barninu úr mannheimum? 6. Má læra eitthvað af þessari sögu? 7. Hvaða einkenni þjóðsagna hefur þessi saga? Skoð- aðu það sem sagt er um þjóðsögur fremst í bókinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=