Trunt, trunt og tröllin - rafbók

119 muni taka af henni ráðin og skuli hún þá eiga hann, svo miklu skuli hann ráða. Þorir hún þá ekki annað en að gera sem sýslumaður vill. Lofast þau nú og er ákveðinn brúðkaupsdagur. Brúðkaupið fór vel fram en þó er brúðurin döpur mjög. Um kvöldið fylgir sýslumaður brúðhjónum til svefnherbergis og fær brúðurin þá hvert yfir- liðið á fætur öðru. Fellur sýslumanni það þungt og angrast með sjálfum sér yfir því að hafa þröngvað henni til að giftast. En brúðgumi lét vel yfir og kvað slíkt mundi lagast með tímanum. Nú hátta þau samt. Maðurinn vill nú láta vel að konu sinni en það tjáir ekki og snýr hún þá við honum bakinu og mælir til hans þungum orðum. Þá segir hann: – Illa ætlarðu að launa mér keyrishöggið forðum. Og sagði hann henni þá að hann væri sami maður sem hjálpað hefði henni frá útilegumönnunum og það svo kunnuglega að hún trúði þegar. – Hef ég nú, segir hann, varið peningunum sem þú fékkst mér til að afla mér andlegrar fræði í út- löndum. Sorg brúðarinnar snerist þá í innilega gleði og segir hún honum að því hafi hún verið svona hrygg að hún hafi ekki þekkt hann. – Ætlaði ég engan að eiga ef ég fengi þig ekki, segir hún, og hef ég mörgum neitað þín vegna. Næsta morgun kemur sýslumaður og spyr hvernig brúðinni líði og lætur hún vel yfir. Nú segja þau sýslumanni upp alla sögu og hvers vegna prestsdóttir hafi áður verið svo angurvær en nú svo glöð. En honum þykir mikils um vert. Hinn út- lendi maður fær brauð þar nálægt og flytur þangað. Sækir hann allt sem fémætt var í útilegumannakof- anum og flytur heim. Þar bjuggu þau hjón vel og lengi síðan og unnu hvort öðru hugástum og kann ég ekki þessa sögu lengri. Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1. Finndu Þingeyjarsýslur á landakortinu. Finndu líka Sprengisand. 2. Af hverju hlífðu útilegumennirnir dóttur prestsins? 3. Hvers vegna vildi pilturinn láta líta svo út að sér væri illa við stúlkuna? 4. Hvernig var áætlun prestssonarins? 5. Mörgum árum eftir að stúlkan slapp frá útilegu- mönnunum gerðist nokkuð. Skrifaðu útdrátt. ekki ber til tíðinda : ekkert sérstakt gerist kveður þvert nei við : harðneitar sem hvatlegast : af miklu fjöri, á miklum hraða leiti : hæð á fæti : hlaupandi á tveim jafnfljótum beiddi fyrir hann : talaði máli hans, bað honum vægðar auðnaðist : heppnaðist vitja : heimsækja, athuga um lét sér ekki segjast : gaf sig ekki, skipti ekki um skoðun afsvar : neitun tekið það fyrir sig : tekið það í sig, einsett sér það

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=