Trunt, trunt og tröllin - rafbók

118 Útilegumenn hann á sama hátt undan henni. Segist hann nú ekki fleiri haust muni verða heima þá aðrir fari í leitir heldur muni hann fara líka hvað sem hver segi. Flóttinn Líður nú fram til næsta hausts svo að ekki ber til tíðinda . Þá fara útilegumenn að búast í fjárleitir og segir fyrirliðinn hinum unga manni enn að vera heima en hann kveður þvert nei við og prestsdóttir neitar því líka, segist hún vel geta ein verið þenna tíma, hann verði ekki langur. Það verður úr að útilegumenn fara allir en prests- dóttir verður ein heima. Þá fer hún eins að öllu og unglingspilturinn hafði ráðlagt og stígur á bak með töskuna fyrir aftan og keyrir hestinn eitt högg. Þá rennur hann af stað sem hvatlegast . Að lítilli stundu liðinni sér hún hvar allir úti- legumenn ríða að henni. Hún heyrir að hinn ungi maður kallar og segir að svona hafi henni verið varið, nú ætli hún að svíkja þá og segja til þeirra og verði þeir nú líklegast drepnir. Þeir ríða nú sem mest þeir geta og verður ung­ lingspilturinn fljótastur og hefur nærri náð henni þegar leiti bar á milli þeirra og hinna mannanna. Þá slær hann á hestinn prestsdóttur svo hann hleypur ákaflega. En hún hafði gleymt því af hræðslu. Hinn ungi maður hvetur þá að ríða eftir henni og það gjöra þeir þangað til þeir ganga af öllum hestum sínum dauðum. Þá fara þeir eftir henni á fæti en hún ríður undan og það alla leið niður í byggð. Þar kemur hún að höfuðbóli einu og býr þar sýslumaður. Prestsdóttir segir honum þegar frá óförum sínum og að útilegumenn séu hér á hælum sér. Sýslumaður lætur taka hesta og elta þá sem skjótast. Þeir náðust fljótt og eru settir í varðhald. Sýslumaður rannsakar nú mál þeirra og dæmir alla til dauða og lætur drepa þá nema hinn unga mann því prestsdóttir beiddi fyrir hann . Sýslumaður dæmdi hann útlægan og þegar hann ætlaði utan kom hann að máli við prestsdóttur og bað hana að gleyma sér ekki. Og ef svo væri að sér auðnaðist að koma til landsins aftur, kvaðst hann mundi vitja hennar. Hún fékk honum peningatösku þá er áður er getið, fulla af peningum, og skildu síðan. Útlendi maðurinn Nú liðu mörg ár. Margir báðu prestsdóttur, æðri og lægri stéttar menn, en hún neitaði öllum. Sýslu- maður kvað þetta óráð fyrir hana að neita svo mörgum vænummanni en hún lét sér ekki segjast . Nokkru síðar kemur til sýslumanns útlendur maður; hann var efnilegur og lærður vel. Hann bið- ur sýslumann veturvistar því hann átti engan veru- stað vísan og fær hann það. Hann fellir ástarhug til prestsdóttur og biður hennar en hún gefur honum afsvar . Hann talar um þetta við sýslumann og biður hann liðveislu. Sýslumaður segir það muni koma að litlu haldi, hún muni engan ætla að eiga, hún hafi tekið það fyrir sig . Einhverju sinni kemur sýslumaður að máli við prestsdóttur og eggjar hana mjög að eiga mann þenna en hún færist undan. Kveðst þá sýslumaður

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=