Trunt, trunt og tröllin - rafbók

117 ur. Eins ætla ég að segja að mér hafi mjög leiðst hjá þér meðan þeir voru burtu. Ég gjöri þetta af því ég ætla að reyna að koma þér í burtu en ég get það ekki næsta ár og skulum við því ætíð láta okkur koma illa saman þegar þeir eru heima. Nú koma útilegumenn heim og þau kvarta hvort undan öðru við þá. Líður nú fram að næsta hausti svo að ekkert ber til tíðinda. Þá fara útilegumenn í fjárleitir og segir fyrirliðinn að unglingspilturinn skuli vera hjá prestsdóttur en enginn annar. Pilt- inum er það þvernauðugt. Flóttaáætlun Þegar þeir eru komnir í burtu fara þau að tala sam- an og fer vel tal þeirra. – Ég ætla nú að segja þér, segir hann, hvernig þú átt að komast í burtu. Þú verður að vera hér næsta ár og þá ætla ég í fjallleitir að haustinu. Þú hefur nú lykla að hirslum öllum hér í bænum nema að einni kistu, í henni eru peningar geymdir. Nú afhendi ég þér tösku þessa. Í hana skaltu láta peninga úr kist- unni sem ég skal sjá um að þú fáir lykilinn að. Fyr- irliðinn á hest góðan sem hann lánar engum, hann er nýtaminn. Sá hestur mun verða heima þegar við erum farnir í leitir. Hann skaltu söðla og binda töskuna aftan við söðulinn, fara síðan á bak honum og keyra eitt högg. Mun hann þá halda þangað sem þú helst óskar. Fari svo að leitarmenn sjái til þín, sem vel getur orðið, skaltu slá hann annað högg og mun þá enginn þeirra hestur fá náð honum en minn hestur mun þó næst fá komist. Skyldi það heppnast að þú komist undan, þá minnstu þess að ég hafði fremur öðrum reynt að hjálpa þér. Nú koma útilegumenn heim og kvartar nú prestsdóttir mjög undan hinum unga manni og Sér hún hvar útilegumenn ríða að henni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=