Trunt, trunt og tröllin - rafbók

116 Útilegumenn 44. Prestsdóttirin úr Þingeyjarsýslu S ö g u g l u g g i Þ að var einu sinni prestur austur í Þingeyjar- sýslu. Hann var giftur og átti tvö börn, son og dóttur. Þau voru nálægt sextán ára að aldri þegar sagan gerðist. Prestur sækir um prestakall á Suður- landi og fær það. Hann byrjar að flytja sig næsta vor og fer suður Sprengisand. Allan flutning sinn lætur hann fara á undan sér en sjálfur fer hann á eftir með konu og börn og hefur einn vinnumann sinn með sér. Þegar prestur er kominn nokkuð suður á Sand- inn sér hann hvar tíu útilegumenn koma hlaupandi að sér ofan úr jöklinum. Þeir ráðast á prest og fólk hans með ofbeldi og drepa það allt saman nema dóttur prestsins svo að vörn eða bæn kom fyrir ekki. Fyrirliði útilegumannanna kvaðst ekki geta drepið dóttur prestsins því hún væri svo falleg. Ung­ lingspiltur semmeð þeim var gall þá við og sagði að það mundi verða ógæfa þeirra ef hún væri látin lifa. En þó varð svo að vera sem fyrirliðinn vildi og báru þeir hana til skiptis til hesta sinna sem bundnir voru uppi undir jöklinum. Þá stíga þeir á bak og reiðir fyrirliðinn stúlkuna. Þeir ríða lengi þangað til þeir koma í fallegan dal. Þeir ríða eftir dalnum þar til þeir koma að skála nokkrum, hann var heimili þeirra. Stúlkan er látin í skálann og er fyrirliðinn og allir góðir við hana nema þessi unglingspiltur sem áður er getið. Hann er henni ávallt slæmur og vill jafnvel láta drepa hana. Ekki er allt sem sýnist Nú líður fram undir haust. Þá fara útilegumenn að tala um að safna sér fé áður en farið sé að leita í sveitum. Fyrirliði útilegumanna þorir ekki að láta neinn vera heima til að annast prestsdóttur nema unglingspiltinn en er þó hálfhræddur um að hann muni drepa hana. Hann var hræddur um hana fyrir hinum því þeir voru góðir við hana. Það varð þó úr að unglingspilturinn var skilinn eftir heima. Þegar mennirnir eru farnir í burtu kemur pilturinn til prestsdóttur og er nú glaður og góður. Hann segist hafa gert þetta af góðu að vera henni slæmur. Hann segist vera prestsson úr sveit og þessir menn hafi drepið föður sinn á Sprengisandi en fyrirliðinn hafi ekki viljað drepa sig heldur tekið sig með hingað og látið sig þjóna honum. – Nú skaltu, segir hann, kvarta undan mér þegar þeir koma heim og segja að ég hafi verið þér slæm-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=