Trunt, trunt og tröllin - rafbók

115 ar systir þín var hjá þér á grasafjallinu þá náði ég henni en lét þér sýnast að hún væri dáin og skal ég nú sýna þér hana til sannindamerkis . Kom þá systir Bjarna til hans með börn sín, heilsar bróður sínum og kveðst lifa hér góðu lífi og sé prestur þessi maður sinn sem sé mjög góður við sig. Bjarni ætlar lengi ekki að trúa en getur þó ekki neitað að þetta sé systir sín. Þau faðma hvort annað en Bjarni grætur gleðitárum. – Hér er nú fé föður þíns, mælti prestur, og er það mér að kenna að það er komið hingað. Vil ég að þú farir nú með féð og segir föður þínum frá þessum tíðindum og vilji hann sjá dóttur sína þá komdu með honum hingað. Vil ég veita honum þá gleði í elli sinni að hann fái að sjá dóttur sína og vita hvernig henni líður. Fer nú Bjarni með féð heim og segir föður sínum frá öllu. En hann getur ekki trúað sögunni í fyrstu. Er nú ekki annars getið en að bóndi og sonur hans flytja með allt sitt í dalinn og að þar verður fagn- aðarfundur mikill. Fær Bjarni systur prestsins fyrir konu og fer að búa í dalnum. Er svo sagt að fólk þetta lifir allt góðu lífi í dalnum til elli og kann ég ekki þessa sögu lengri. Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1. Kynntu þér ferðir á grasafjall í gamla daga. Til hvers var farið þangað? Ef þú ert búinn að gera verkefnið áður, rifjaðu það þá upp. 2. Hvers vegna fóru börnin á grasafjall? 3. Faðir þeirra var mjög efins um að þau ættu að fara, lét þau m.a. kveikja á kertum. Af hverju ætli hann hafi efast svona? 4. Hvað kom fyrir systurina á fjallinu? 5. Hvernig fór prestur að því að gabba Bjarna? 6. Hvers vegna vildi prestur að Bjarni og faðir hans fengju að vita sannleikann? 7. Hefur þessi saga einhver einkenni þjóðsagna eða ævintýra? Skoðaðu það sem sagt er um þetta fremst í bókinni. angursamur : viðkvæmur, dapur vosklæði : blaut ferða- eða vinnuföt fráleitur : frábitinn, vera á móti e-u sannindamerki : sönnunar- gagn, vitnisburður

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=